Niðurstaðan hafi engin áhrif á ESB-umsókn

Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar hérlendis um Icesave-lögin á ekki leggja stein í götu Íslendinga í umsóknarferli landsins að Evrópusambandinu. Þetta er mat utanríkisráðherra Lettlands.

„Neikvæð niðurstaða í þjóðaratkvæðagreiðslunni á ekki að hafa nein áhrif á umsókn Íslendinga að Evrópusambandinu,“ segir Maris Riekstins, utanríkisráðherra Lettlands, í yfirlýsingu sem hann hefur sent frá sér.  Að hans mati er Icesave-deilan milliríkjamál sem löndin þrjú sem að því koma eiga að leysa innbyrðis.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert