Kvartar til umboðsmanns vegna Daníelsslippsmáls

Aðstandandi annars mannanna, sem fundust látnir í Daníelsslipp við Mýrargötu í Reykjavík árið 1985, hefur sent kvörtun til umboðsmanns Alþingis vegna þeirrar ákvörðunar ríkissaksóknara, að mæla ekki með opinberri rannsókn á málinu. 

Niðurstaða ríkissaksóknara, sem var birt í desember, var sú að ekki væri rétt að mæla fyrir um slíka rannsókn þar sem hún myndi engu breyta um það álit tveggja sérfræðinga um að mennirnir hefðu látist úr koloxíðeitrun og ekkert benti til annars en að um sjálfsvíg hefði verið að ræða.

Í kvörtun Ragnar Kristjáns Agnarssonar segir m.a. að kvartað sé yfir lokun á máli sem ekki sé lokið og rökstuðningi fyrir þeirri ákvörðun, sem sé m.a. byggður á ósönnum lögregluskýrslum og sérpöntuðu áliti réttarmeinafræðings. Þá kvartar Ragnar einnig yfir því, að ríkissaksóknari skyldi birta lokaniðurstöðu könnunarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert