IceCell: Nær enginn vill eiga viðskipti við Ísland

Alheimsfjármálakreppan hefur tortímt orðstír Íslands í heiminum, segir í skriflegu …
Alheimsfjármálakreppan hefur tortímt orðstír Íslands í heiminum, segir í skriflegu svari IceCell. mbl.is

Póst- og fjarskiptastofnun hefur afturkallað tíðniheimild farsímafyrirtækisins IceCell fyrir GSM 1800 farsímanet frá árinu 2007.  Tíðniheimildin er afturkölluð vegna vanefnda fyrirtækisins á að standa við skilmála heimildarinnar, sem kvað á um uppbyggingu farsímanets í áföngum fyrir tiltekin tímamörk.

Í frétt sem birtist á mbl.is árið 2007 kom fram að fjarskiptafyrirtækið Icecell sé hefja vinnu við uppsetningu á sendum og öðrum búnaði og fyrirhugar að að hefja rekstur þjónustu sinnar í ársbyrjun 2008. Hafði Icecell gert samning við Mílu ehf. um hýsingu á búnaði.

Icecell hafði í hyggju að ná til 98% landsmanna með GSM dreifikerfi sínu. Icecell er í eigu svissneskra aðila og eru höfuðsstöðvar þeirra á Íslandi á Flugvallarvegi í húsnæði Flugbjörgunarsveitarinnar.

Þeir sem sjá tækifæri á Íslandi hafa fest fé sitt annars staðar

Í svari IceCell við fyrirspurn frá Póst- og fjarskiptastofnun á síðasta ári kemur fram að fjármálakreppan á Íslandi hafi spillt áformum IceCell frá upphafi.

„Uppbygging IceCell krefst 14,25 milljóna evra samkvæmt útreikningum okkar. Þar sem uppbygging farsímanets er þekkt viðskiptaverkefni á heimsvísu, vanmat ég mikið þann tíma sem þarf til að fjármagna IceCell svo vel sé. Tækniskipulagið er eiginlega tilbúið en fjármögnunin hefur verið algerlega frosin í 2 ár einfaldlega vegna þess að alheimsfjármálakreppan hefur tortímt orðstír Íslands í heiminum.

Nær enginn vill eiga viðskipti við Ísland og er það aðalvandamálið. Þeir sem sjá tækifæri á Íslandi hafa fest fé sitt annars staðar og gengið vel en það er vandamál númer tvö.

Þriðja vandamálið er of lítill markaður og fjórða vandamálið er mikil samkeppni að mati flestra fjárfesta sem skilja ekki vel hvernig íslenski markaðurinn starfar.“

Nánar hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert