Þrjár bílveltur

Tveir bílar ultu á Reykjanesbraut nærri Vogum á Vatnsleysuströnd nú í morgunsárið. Lögreglu bárust tilkynningar upp úr klukkan sjö, en bílarnir ultu á sama staðnum með mjög skömmu millibili.

Fljúgandi hálka var á Keflavíkurveginum þegar þetta gerðist. Ekki var vitað um meiðsl á fólki, en þó talið að þau væru minniháttar að sögn lögreglu á Suðurnesjum.

Þá varð bílavelta á Villingaholtsvegi í Flóa í Árnessýslu um miðnætti í gærkvöld. Þar valt bíll sem fimm manns voru í, en fólkið slapp allt án teljandi meiðsla. Tildrög þess óhapps voru talin þau að ökumaður hefði misst stjórn á bíl sínum í möl á vegi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert