Styðja Ísland

Claus Hjort Frederiksen, fjármálaráðherra Danmerkur.
Claus Hjort Frederiksen, fjármálaráðherra Danmerkur. mynd/norden.org

Norrænu grannríkin og sjálfstjórnarsvæðin styðja ríkisstjórn Íslands í starfi hennar við að rétta efnahag landsins við m.a. með innleiðingu áætlunar AGS og því að standa við alþjóðlegar skuldbindingar landsins. Þetta er haft eftir Claus Hjort Frederiksen, fjármálaráðherra Danmerkur, á heimasíðu Norðurlandaráðs.

Fjármálaráðherrar Norðurlandanna áttu fund í Kaupmannahöfn í dag. Þar kom fram að merki séu um að botni alþjóðlegu efnahags- og fjármálakreppunnar sé náð og að efnahagur Norðurlanda sé á réttri leið. 

Fram kom á blaðamannafundi, að meðal sameiginlegra úrlausnarefna Norðurlanda sé að tryggja afnám þeirra sérstöku úrræða á sviði fjármála og efnahagslegrar uppbyggingar sem gripið var til í kreppunni. Efla þurfi ríkisfjármál eftir þá fjármálagjörninga sem áttu sér stað í kreppunni.

Voru fjármálaráðherrarnir sammála um mikilvægi þess að minnka halla í ríkisfjármálum á næstu árum, að ná að nýju jafnvægi í ríkisfjármálum eða tekjuafgangi til lengri tíma litið og tryggja örugga fjármálastefnu til framtíðar. Ráðherrarnir lögðu að auki áherslu á að viðbrögð við úrlausnarefnunum í heild sinni feli í sér nýjar aðgerðir, sem auki hagvöxt og bæti atvinnustig og þar með fjárhagsstöðu ríkjanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert