Stefnt að breytingu á fánalögum í vor

Íslenski fáninn
Íslenski fáninn

Drög að frumvarpi um breytingar á fánalögum eru tilbúin í forsætisráðuneytinu og vinnsla þess á lokastigi, að því segir í skriflegu svari Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, við fyrirspurn Sivjar Friðleifsdóttur, þingmanns Framsóknarflokks. Stefnt er að því að leggja frumvarpið fram á Alþingi innan tíðar.

Siv spurði hvað liði boðuðu frumvarpi ríkisstjórnarinnar um breytingar á lögum um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið, nr. 34/1944, sem leggja átti fyrir Alþingi haustið 2009 samkvæmt þingmálaskrá.

Í svari Jóhönnu kemur fram að vonir standi til þess að það verði afgreitt sem lög frá Alþingi fyrir þingfrestun í vor. Frumvarpið var kynnt ríkisstjórninni fyrir liðna helgi.

Á vefsvæði Bændablaðsins segir að Bændasamtök Íslands hafi beðið afgreiðslu málsins frá hausti 2008, en þá sóttu þau um leyfi til að nota íslenska fánann til upprunamerkinga á íslenskum landbúnaðarvörum.

Einnig segir að vinna við verkefnið sé vel á veg komin, það hafi verið kynnt helstu afurðafyrirtækjum og mótaðar hafi verið reglur um notkun merkisins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert