Gagnrýna óþolandi vinnuálag

Landspítalinn.
Landspítalinn. Þorkell Þorkelsson

„Ástandið er orðið þannig að fólk kvíðir því orðið að koma í vinnuna upp á hvern einasta dag því það býst við að fá fréttir um að búið sé að taka einhverja nýja ákvörðun um breytingar, og svona hefur þetta verið í marga, marga mánuði,“ segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands.

Sjúkraliðar funduðu á mánudagskvöld með forstjóra Landspítalans, Birni Zoëga og Geir Gunnlaugssyni landlækni.

Í kjölfarið sendi félagið frá sér ályktun þar sem m.a. kemur fram að aukið álag á LSH valdi starfsmönnum óbætanlegu heilsuleysi, kvíða og vaxandi óöryggi í starfi.

„Eitt er það að tryggja þurfi öryggi sjúklinga, og það helst auðvitað í hendur við að starfsmenn séu til staðar og ekki svona þreyttir eins og þeir eru. Hitt er svo annað, að Landlæknisembættinu ber ekki síður að hafa öryggi starfsmanna í fyrirrúmi,“ segir Kristín.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert