Litlar breytingar á gossvæðinu

Órói á gossvæðinu við Fimmvörðuháls hefur frekar minnkað frá því í gær, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Mun færri jarðskjálftar mælast nú en áður en gosið hófst og þrýstingur undir jöklinum er lítill.

Mælingar benda til þess að gosið sé að ná ákveðnu jafnvægi þannig að innstreymi kviku að neðan samsvari í stórum dráttum til þess hraunmagns sem upp vellur. Þá hefur gufa stórlega minnkað á svæðinu sem tengist því eflaust að jökull í botni Hrunaárgils sé að mestu bráðnaður. Þá minnkar gufa og hamagangur að miklu leyti.

Stórbrotin fegurð eldgossins á Fimmvörðuhálsi.
Stórbrotin fegurð eldgossins á Fimmvörðuhálsi. Ragnar Axelsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert