Staðfesta fund með Strauss-Kahn

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon. Ernir Eyjólfsson

Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra munu á morgun eiga fundi með Dominique Strauss-Kahn framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) og Murilo Portugal aðstoðarframkvæmdastjóra í höfuðstöðvum sjóðsins í Washington.

Efni fundanna er samstarf íslenskra stjórnvalda og AGS og efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar með stuðningi sjóðsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu.

Ráðherrarnir munu einnig eiga fundi með fulltrúum bandarískra stjórnvalda og fastafulltrúum í stjórn sjóðsins. Með í ferðinni eru embættismenn frá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu, fjármálaráðuneytinu og Seðlabanka Íslands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert