Rýmdu gossvæðið vegna óveðurs

Jeppar og fólk á Fimmvörðuhálsi í gærkvöldi.
Jeppar og fólk á Fimmvörðuhálsi í gærkvöldi. mbl.is/RAX

Lögreglan á Hvolsvelli og um 60 björgunarsveitarmenn aðstoðuðu í gærkvöld og nótt fólk við að koma sér niður að Skógum frá gosstaðnum á Fimmvörðuhálsi.

Veður versnaði mikið með kvöldinu og færð þyngdist. Því var ákveðið að banna akstur yfir Mýrdalsjökul til og frá gosstaðnum. Bílaumferðinni var beint af hálsinum niður að Skógum og voru bílalestirnar langar.

Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli komu um 140 bílar ofan af Fimmvörðuhálsi og niður við Skóga. Komu síðustu bílarnir niður að Skógum um þrjúleytið í nótt með bíla sem höfðu bilað í eftirdragi. Þeir sem gengu á hálsinn í gær fengu far niður eftir. Ekki var talin nein hætta á ferðum.



Eldgosið á Fimmvörðuhálsi.
Eldgosið á Fimmvörðuhálsi. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert