Heilbrigðisráðuneytið vonast til að málefnið sem varð tilefni til þess að ráðherra tilkynnti forstjóra Sjúkratrygginga Íslands, Steingrími Ara Arasyni, um mögulega áminningu hans fyrir brot í starfi hljóti farsælan endi.
Í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu kemur fram að það felist meðal annars í því að þeir einstaklingar sem umræddar reglugerðir fjalli um njóti þeirra réttinda til tannlækninga og tannréttinga sem endurspeglist í anda reglugerðanna.
Heilbrigðisráðuneytið mun ekki tjá sig frekar á vettvangi fjölmiðla um samskipti við forstjóra Sjúkratrygginga í þessu máli. Bent er á að forstjórinn hafi lögformlegan andmælarétt til 13. apríl næstkomandi og að málið sé í þeim farvegi.