Ölvunarakstur við Akranes

Lögreglan á Akranesi stöðvaði ökumann í kvöld, skammt fyrir utan bæinn á suðurleið, grunaðan um að vera undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Ökumaðurinn, kona að nálgast fertugt, hefur áður komið við sögu lögreglunnar á landsvísu, eins og það var orðað, en ekki á Skaganum.

Kvöldið var að öðru leyti rólegt hjá lögreglunni á Akranesi, líkt og hjá fleiri embættum það sem af er kvölds. Þó að hvassviðri væri á Ólafsfjarðarvegi, við Árskógsströnd, var vindur hægari inn á Akureyri, að sögn lögreglu þar, og engin útköll sem orð var af gerandi.

Fjölmenni er á Akureyri vegna Söngkeppni framhaldsskólanna, sem fór þar fram í kvöld, en lögreglan segir ungmennin hafa til þessa verið sjálfum sér og öðrum til sóma í allri framkomu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert