Þyrla náði í mann með brjóstverk

Þyrla Landhelgisgæslunnar náði í manninn upp á Grímmannsfell.
Þyrla Landhelgisgæslunnar náði í manninn upp á Grímmannsfell. Kristinn Ingvarsson

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út rétt fyrir klukkna þrjú í dag eftir að tilkynning barst um karlmann með mikinn brjóstverk á Grímmannsfell upp af  Helgadal í Mosfellssveit.

Þyrlan lenti síðan við Borgarspítalann skömmu fyrir fjögur. Björgunarsveitarmenn höfðu áður verið sendir af stað fótgangandi til móts við hópinn, en þeim var snúið við er þyrlan kom á staðinn.

Maðurinn, sem er um sextugt, var í hópi göngufólks á fjallinu og veiktist skyndilega.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert