Flókin tengsl 816 fyrirtækja

Um áramótin 2007 og 2008 voru alls 1.307 fyrirtæki skráð á Íslandi með eignir að andvirði 500 milljónir króna eða meira. Meðfylgjandi mynd, sú efri, sýnir gríðarlega flókin eignatengsl 816 fyrirtækja, sem í skýrslunni segir að tengist langflest bönkunum og eigendum þeirra. Er þetta á við flóknasta köngulófarvef.

Fyrirtækin á efri myndinni tengjast semsagt eignatengslum á einhvern hátt gegnum Glitni, Kaupþing, Exista, Landsbankann og Straum. Í 9. bindi skýrslu rannsóknarnefndarinnar, sem Margrét V. Bjarnadóttir og Guðmundur Axel Hansen tóku saman, segir að þessi eignatengsl séu flókin og ekki sé auðvelt að aðgreina ákveðnar viðskiptablokkir. Sérstaklega sést hversu mörgum öðrum fyrirtækjum bankarnir tengjast. Þá er vakin athygli á keðju fyrirtækjanna Actavis Pharma Holdin 1-5 og Actavis eignarhaldsfélags.

Í hinni myndinni, sem er nr 7 í 9. bindinu, er varpað upp eignatengslum fyrirtækja með yfir 500 milljónir króna eignir, þar sem 10% eignatengsl hafa verið gefin að lágmarki. Hópurinn sem þarna tengist innbyrðir telur 453 fyrirtæki. Þarna tengjast mörg af stærstu fyrirtækjum landsins áramótin 2007 og 2008.

Síðan segir í skýrslunni um tengsl félaga:

„Þó svo að stór hópur fyrirtækja tengist allur innbyrðis, tengjast flest fyrirtæki fáum öðrum fyrirtækjum. Um áramótin 2007/2008 voru 866 hlutafélög og 28.465 einkahlutafélög starfandi, þar af eru 796 (92%) hlutafélög með þekkt eignarhald og 24.490 (86%) einkahlutafélög. Fjöldi fyrirtækja tengist engum öðrum fyrirtækjum, 112 hlutafélög (14,1% félaga með þekkt eignarhald) og 16.298 einkahlutafélag (66,5% félaga með þekkt eignarhald), eins og sjá má í töflum 4 og 5. Alls eiga 356 (41,1%) hlutafélaga ekki hlut í öðrum félögum og það sama á við um 23.531 (82,6%) einkahlutafélaga. Alls eru 243 (30,5% af félögum með þekkt eignarhald) hlutafélög sem hafa ekki annað félag sem eiganda og það sama á við um 19.580 (80,0% félaga með þekkt eignarhald) einkahlutafélaga."

Tengsl 816 fyrirtækja í landinu áramótin 2007 og 2008.
Tengsl 816 fyrirtækja í landinu áramótin 2007 og 2008.
Tengsl 453 fyrirtækja innbyrðis áramótin 2007 og 2008.
Tengsl 453 fyrirtækja innbyrðis áramótin 2007 og 2008.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert