Mjög öflugt gos

Garðarnir í Fljótsdal þola ekki stórt hlaup.
Garðarnir í Fljótsdal þola ekki stórt hlaup. mbl.is/Ómar

Gosið í Eyjafjallajökli er mun öflugra en það sem varð á Fimmvörðuhálsi. Skv. upplýsingum frá samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð er það talið vera um 10 til 20 sinnum öflugra. Sprungan norður-suður er nú um 2 km á lengd.

Þrjú göt eru nú sjáanleg á jöklinum. Búist er við því að vatn muni flæða yfir varnargarða. Menn eru því í viðbragðsstöðu.

Eyjafjallajökull er megineldstöð og þótt gos þar hafi almennt ekki verið hamfaragos gætu afleiðingarnar orðið miklar á stóru landsvæði allt umhverfis jökulinn þar sem eru blómlegar sveitir, en rýmingaráætlun almannavarnadeildar nær allt frá Pétursey undir Eyjafjöllum út Fljótshlíðina og til Þykkvabæjar.

Verði gosið með svipuðum hætti og fyrir 189 árum þegar síðast gaus má búast við töluverðu öskufalli í sveitum og því nauðsynlegt að forða fé frá flúoreitrun auk þess sem ekki er hægt að útiloka hættu af hraunrennsli. Þar sem eldgosið yrði undir ís stafar þó mest hætta af jökulhlaupi. Í hættumati sem gefið var út árið 2005 fyrir ríkislögreglustjóra vegna eldgosa og hlaupa frá vestanverðum Mýrdalsjökli og Eyjafjallajökli kemur fram að gos á þessu svæði eru talin geta valdið jökulhlaupum með rennsli á bilinu 3.000-30.000 m³/s.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert