Gosstrókurinn minnkar

Eyjafjallajökull í gær.
Eyjafjallajökull í gær. mbl.is/RAX

Gosstrókurinn frá Eyjafjallajökli hefur minnkað mjög mikið frá í gær og er öskufall því lítið og skyggni gott til gosstöðvanna.Að sögn Veðurstofunnar er órói á jarðskjálftamælum  svipaður og í gær.

Í flugi sérfræðinga með Landhelgisgæslunni eftir hádegi í gær kom í ljós að talsvert gos var þá í gangi, eldvirkni er enn í þremur gígum sem ennþá virðast vera aðskildir. Gosmökkurinn var lítill og ljós sem benti til að gjóska sé ekki mikil í honum. Gjóskan úr eldstöðinni virtist hlaðast upp á brúnina og mynda þar hrygg.

Kleprar úr sprengingum í gígunum náðu í um 1,5 - 3 km hæð í gærmorgun. Ekkert hraunrennsli var frá gígunum. Sunnar náðu öskuskýin í um 5-6 km hæð. Ekki var hægt að merkja hraunrennsli frá gosinu, hvorki til norðurs né suðurs.

Öskumökkur frá gosstöðinni í Eyjafjallajökli og Mýrdalsjökli um hádegisbil í …
Öskumökkur frá gosstöðinni í Eyjafjallajökli og Mýrdalsjökli um hádegisbil í gær. Myndin er tekin úr Modis-gervihnetti.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert