Lögregla í háskalegri eftirför

mbl.is/Július

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að fara í háskalega eftirför í nótt sem hefði að sögn lögreglumanns á vakt getað endað illa. Klukkan 04:30 ætlaði lögreglan að stöðva ökumann við Silfurtún á Hafnarfjarðarvegi. Viðkomandi lét ekki segjast heldur gaf í, og upp ófst mikill eltingarleikur. Keyrði ökumaðurinn á köflum á yfir 140 km hraða á klukkustund. 

Það var svo ekki fyrr en búið var að kalla út fjóra lögreglubíla sem tókst að króa ökumanninn af á Reykjanesbraut við Álfabakka í Breiðholti. Ökumaðurinn er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna og áfengis, og var látinn sofa úr sér á lögreglustöð.

Að öðru leyti var nóttin róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert