Færir verð skuldabréfa fyrirtækja niður um 68%

Baráttu fyrir betri kjörum lýkur aldrei. Í dag, á baráttudegi …
Baráttu fyrir betri kjörum lýkur aldrei. Í dag, á baráttudegi vinnandi stétta, gefst tækifæri til að íhuga hvað áunnist hefur og hver næstu viðfangsefni skuli vera. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Almenni lífeyrissjóðurinn hefur afskrifað 68% af virði skuldabréfa fyrirtækja og banka sem sjóðurinn átti við hrun. Aðrir lífeyrissjóðir hafa ekki birt upplýsingar um hvernig þeir meta tapið af skuldabréfunum en gera má ráð fyrir að þeirra mat sé svipað.

Ekki er um endanlegar afskriftir að ræða og Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins, segist vonast eftir að tap lífeyrissjóðanna verði ekki svona mikið.

Þrír lífeyrissjóðir, Lífeyrissjóður verzlunarmanna, Gildi og Stapi, hafa á síðustu tveimur árum afskrifað 88 milljarða vegna skuldabréfa.  Sjá nánar um þetta mál í Morgunblaðinu í dag. 
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert