Fréttaskýring: Ísland aldrei verið „jafnlifandi“ kostur

Eldgos
Eldgos mbl.is/Rax

Ferðaþjónustan er uppspretta þeirrar tekjuöflunar sem skilar sér hvað hraðast inn í samfélagið, hún skilaði til dæmis 20% af gjaldeyristekjum þjóðarinnar í fyrra og 155 milljörðum í þjóðarbúið síðustu ár.

Ríkisstjórnin, Reykjavíkurborg og yfir 60 fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa tekið höndum saman um að veita alls um 700 milljónum króna til markaðsátaks vegna eldgossins í Eyjafjallajökli, sem var eina umfjöllunarefni Ferðamálaþings í gær.

Viðbrögðin hafa verið góð og virðist ferðaþjónustufólk samtaka um að bretta upp ermar og gera allt til að reyna að snúa aðstæðum Íslandi í vil.

Eins og fram kom í máli Katrínar Júlíusdóttur, iðnaðarráðherra, er þó ekki einfalt verk að láta opinbert fé og fé einkaaðila vinna saman þannig að tekið sé tillit til allra sjónarmiða.

Sigurður Valur Sigurðsson markaðsstjóri Iceland Express tók undir það og sagði það djarfa hugmynd að sameina ferðaþjónustuna í einu stóru markaðsátaki. Að sama skapi væri því mikil ábyrgð falin þeim sem leiddu verkefnið og bæri að varast að draga taum ákveðinna fyrirtækja. Hann sagði orð dagsins tvímælalaust vera „samstaða“ og gæta þyrfti þess að allir kæmu sínu á framfæri.

Athyglin á Íslandi aldrei meiri

Tækifærið til að koma Íslandi á framfæri sem áfangastað virðist einmitt vera núna, ef marka má umræðuna á Ferðamálaþingi í gær.

Þar kom m.a. fram að athyglin sem Ísland hefur fengið undanfarið hefur verið gríðarleg og jafnframt óvenjuleg að því leyti að yfirleitt þegar náttúruhamfarir fá viðlíka umfjöllun í fjölmiðlun er það vegna þess að þær hafa haft í för með sér eyðileggingu og mannskaða. Svo er ekki nú.

Þrátt fyrir áhrif gossins á alþjóðavettvangi eru allir innviðir íslensks samfélags í lagi og hér þarf því ekki að byrja á því að ráðast í allsherjar uppbyggingu áður en unnt er að efla ferðaþjónustu. Skaðinn sem orðið hefur vegna mikils samdráttar í bókunum ferða hingað til lands þarf því ekki að vera til frambúðar þótt hann gæti orðið mikill í sumar.

Helgi Már Björgvinsson, sölu- og markaðsstjóri Icelandair sagði frá því að 800% aukning hefði orðið í leit tengdri Íslandi á vefnum og 600% aukning í leit sem tengist ferðum um Ísland. Áhugi á Íslandi virðist því aldrei hafa verið meiri, en til að hann skili sér þarf að sannfæra fólk um að öruggt sé að ferðast hingað.

Eldgos hafa aðdráttarafl

Þeir ferðamenn sem laðast að Íslandi gera það flestir vegna þess að hér er margbreytileg náttúra. Með það í huga er markmið átaksins m.a. að snúa neikvæðri umfjöllun um gosið í jákvæða og undirstrika að landið sé meira lifandi en nokkru sinni.

Í erindi sínu í lok þings ítrekaði Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur einmitt að eldgos væru sjónarspil náttúrunnar og hefðu sterkt aðdráttarafl. Að nálgast virk eldfjöll ætti að geta verið hættulaust og því ætti að sýna ferðamönnum og fræða þá um það sem gerði landið svo stórmerkilegt, nefnilega jarðfræðilega virkni þess.

Hófstillt umræða

Rannsóknir sýna að fólk gerir greinarmun á áhrifum vegna náttúruhamfara og manngerðra hamfara að sögn þýska prófessorsins Norberts Pfefferleins.

Hann skýrði frá því á ferðamálaþingi að atburðir líkt og eldgosið hefðu ekki neikvæð tengsl í huga fólks, líkt og truflanir á ferðalögum vegna hryðjuverka sem dæmi. Því ætti að vera auðveldara en ella að nýta athyglina sem gosið fær á jákvæðan og uppbyggilegan hátt.

Valþór Hlöðversson, framkvæmdastjóri Athygli, sagði jafnframt að rétt eins og yfirvöld í New York ykju ekki ferðamannastraum með því að kynna sérstaklega tölfræði um hryðjuverk í borginni væri óviturlegt að vekja óþarfa ótta með fólki vegna mögulegra hamfara.

Tilmæli um hófstillta umræðu snerust ekki um ritskoðun eða afneitun staðreynda heldur um skynsamlega túlkun þeirra.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Vinningsmiði keyptur í Noregi

20:20 Fyrsti vinn­ing­ur gekk ekki út í Vík­ingalottó­inu í kvöld en einn hlaut annan vinning. Sá heppni keypti miðann í Noregi en hann hlýtur 381 milljón í sinn hlut. Meira »

„Verður kært strax í fyrramálið“

20:09 „Það þarf að rannsaka þetta. Þetta er kolólöglegt,“ segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, í samtali við mbl.is. Hann vill komast til botns í því hvernig myndband, sem tekið var um borð í Kleifabergi, varð til og hver stóð að baki brottkastinu sem í því birtist. Meira »

Deilt um nokkur lykilatriði

19:57 Aðalmeðferð í máli ákærrvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni fyrir stórfellda líkamsárás í tengslum við andlát Arnars Jónssonar Aspar hófst í dag. Mörg atriði eru óumdeild í tengslum við málið, en þó nokkur atriði standa þó út af og var framburður vitna í mörgum lykilatriðum ekki samhljóða. Meira »

Mikill áhugi á jafnréttisþingi

19:26 Jafnréttisþing Garðaskóla var haldið í annað sinn í gær, en þar er nemendum boðið upp á málstofur og smiðjur tengdar jafnréttismálum. Meira »

Vísað af heimili og sætir nálgunarbanni

18:39 Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur sem fyrr í nóvember dæmdi að maður skyldi sæta brottvísun af heimili og nálgunarbanni í fjórar vikur. Maðurinn má ekki koma nær heimili brotaþola, konu sem hann átti í sambandi við, en 50 metra. Hann má ekki nálgast hana á almannafæri eða setja sig í samband við hana með öðrum hætti. Meira »

Finnst ljótu handritin áhugaverðust

18:27 Hún las Ódysseifskviðu Hómers barn að aldri og heillaðist. Hún veit ekkert skemmtilegra en að gramsa í útkrotuðum handritum sem flestir hafa engan áhuga á, af því þau eru talin vera ljót. Hún les á milli línanna í tilfinningar kennara og/eða nemenda sem birtast í glósum á spássíum miðaldahandrita. Meira »

Vegum víða lokað vegna veðurs

17:57 Þjóðvegur 1 er lokaður um Skeiðarársand, frá Lómagnúpi að Jökulsárlóni. Einnig eru Mývatns- og Möðrudalsöræfi lokuð og þá er óvissustig á Flateyrarvegi og í Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu. Meira »

Jón: „Vildi ekki valda neinum skaða“

18:12 Jón Trausti Lúthersson segist ekki hafa veitt Arnari Jónssyni Aspar neina áverka. Fyrr í dag hafði Sveinn Gestur Tryggvason, sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás í tengslum við andlát Arnars, sagt að Arnar og Jón Trausti hefðu tekist á og að Jón Trausti hefði lamið Arnar með neyðarhamri. Meira »

Þeir fyrstu að koma til Egilsstaða

17:31 Fyrstu farþegarnir, sem voru í rútunni sem ók aftan á snjóplóg á Austurlandi fyrr í dag, eru væntanlegir til Egilsstaða á hverri stundu. Að sögn aðgerðarstjóra lögreglunnar á Egilsstöðum hefur ferðin sóst hægt enda er vont veður og blint á fjallvegum. Meira »

Gefa út áætlun um neyðarrýmingu

17:15 Ef til neyðarrýmingar kemur vegna eldgoss í Öræfajökli skulu þeir sem búa í námunda við jökulinn fara stystu leið að bæjunum Svínafelli 1, Hofi 1 eða Hnappavöllum 2. Þar skulu þeir bíða frekari fyrirmæla í bílum sínum. Meira »

Birtingin ekki borin undir Geir

17:14 Birting á endurriti af símtali Davíðs Oddsonar, þáverandi seðlabankastjóra, og Geirs Haarde, þáverandi forsætisráðherra, var ekki borin undir Geir. Endurritið var birt í Morgunblaðinu á laugardag en Geir segir í svari við fyrirspurn Vísis að það hafi ekki verið borið undir hann. Meira »

Opna fjöldahjálparstöð á Egilsstöðum

16:31 Fljótsdalshéraðsdeild Rauða krossins hefur opnað fjöldahjálparstöð á Egilsstöðum þar sem tekið verður á móti farþegum rútu sem lentu í slysi í Víðidal. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rauða krossinum. Meira »

Borun eftir heitu vatni við Laugaland hætt

16:19 Veitur hafa nú hætt borun í landi Götu við Laugaland. Markmið borunarinnar var að afla heits vatns og auka þannig nýtanlegan forða fyrir Rangárveitur er þjóna Rangárþingum og Ásahreppi að hluta. Meira »

Rútuslys í aftakaveðri fyrir austan

15:40 Níu björgunarsveitir á Norðausturlandi hafa verið kallaðar út eftir rútuslys í Víðidal á Austurlandi. Rúta ók þá aftan á snjóruðningstæki en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Egilsstöðum er einn slasaður, þó ekki alvarlega. Fimm aðrir meiddust lítillega. Meira »

Þinghaldi lokað í einni skýrslutöku

15:30 Dómari í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni, vegna stórfelldrar líkamsárásar í tengslum við andlát Arnars Jónssonar Aspar, lokaði þinghaldi þegar réttarmeinafræðingur kom til að bera vitni í málinu. Meira »

„Þetta hefur gengið ágætlega“

16:11 „Þetta hefur gengið ágætlega,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, í samtali við mbl.is en viðræður hafa staðið yfir frá því í morgun varðandi fyrirhugaða stjórnarmyndun VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Meira »

„Veit ekki hver staðan er“

15:39 „Ég hreinlega veit ekki hver staðan er og er mjög döpur vegna þess,“ segir víetnamski matreiðsluneminn Chuong Le Bui. Á mánudag fékk hún fimmtán daga frest til að yfirgefa landið. Síðan þá hefur dómsmálaráðherra sagt að lögin sem valda því verði leiðrétt en Choung segir óvissuna þó vera mikla. Meira »

„Brottkast og svindl er ólíðandi“

15:25 „Stjórnin fordæmir hverskonar sóun á verðmætum við meðhöndlun okkar helstu náttúruauðlindar,“ segir í tilkynningu frá stjórn Samtaka fiskvinnslu og útflytjenda, SFÚ. Tilefnið er fréttaskýringaþáttur Kveiks, sem sýndur var á RÚV í gær, en í honum voru sýndar myndir af miklu brottkasti afla. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Leiguíbúð á Spáni.
Góð íbúð í Torreiveja á Spáni til leigu. Laus til 16. Des. Upplýsingar í síma 89...
Mazda 3 Vision 2015
Mazda 3 Vision 2015 dekurbíll til sölu Einn eigandi, keyrður 34.000 km, sjálfski...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
Stimplar
...
 
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar Sv...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...