Fréttaskýring: Ísland aldrei verið „jafnlifandi“ kostur

Eldgos
Eldgos mbl.is/Rax

Ferðaþjónustan er uppspretta þeirrar tekjuöflunar sem skilar sér hvað hraðast inn í samfélagið, hún skilaði til dæmis 20% af gjaldeyristekjum þjóðarinnar í fyrra og 155 milljörðum í þjóðarbúið síðustu ár.

Ríkisstjórnin, Reykjavíkurborg og yfir 60 fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa tekið höndum saman um að veita alls um 700 milljónum króna til markaðsátaks vegna eldgossins í Eyjafjallajökli, sem var eina umfjöllunarefni Ferðamálaþings í gær.

Viðbrögðin hafa verið góð og virðist ferðaþjónustufólk samtaka um að bretta upp ermar og gera allt til að reyna að snúa aðstæðum Íslandi í vil.

Eins og fram kom í máli Katrínar Júlíusdóttur, iðnaðarráðherra, er þó ekki einfalt verk að láta opinbert fé og fé einkaaðila vinna saman þannig að tekið sé tillit til allra sjónarmiða.

Sigurður Valur Sigurðsson markaðsstjóri Iceland Express tók undir það og sagði það djarfa hugmynd að sameina ferðaþjónustuna í einu stóru markaðsátaki. Að sama skapi væri því mikil ábyrgð falin þeim sem leiddu verkefnið og bæri að varast að draga taum ákveðinna fyrirtækja. Hann sagði orð dagsins tvímælalaust vera „samstaða“ og gæta þyrfti þess að allir kæmu sínu á framfæri.

Athyglin á Íslandi aldrei meiri

Tækifærið til að koma Íslandi á framfæri sem áfangastað virðist einmitt vera núna, ef marka má umræðuna á Ferðamálaþingi í gær.

Þar kom m.a. fram að athyglin sem Ísland hefur fengið undanfarið hefur verið gríðarleg og jafnframt óvenjuleg að því leyti að yfirleitt þegar náttúruhamfarir fá viðlíka umfjöllun í fjölmiðlun er það vegna þess að þær hafa haft í för með sér eyðileggingu og mannskaða. Svo er ekki nú.

Þrátt fyrir áhrif gossins á alþjóðavettvangi eru allir innviðir íslensks samfélags í lagi og hér þarf því ekki að byrja á því að ráðast í allsherjar uppbyggingu áður en unnt er að efla ferðaþjónustu. Skaðinn sem orðið hefur vegna mikils samdráttar í bókunum ferða hingað til lands þarf því ekki að vera til frambúðar þótt hann gæti orðið mikill í sumar.

Helgi Már Björgvinsson, sölu- og markaðsstjóri Icelandair sagði frá því að 800% aukning hefði orðið í leit tengdri Íslandi á vefnum og 600% aukning í leit sem tengist ferðum um Ísland. Áhugi á Íslandi virðist því aldrei hafa verið meiri, en til að hann skili sér þarf að sannfæra fólk um að öruggt sé að ferðast hingað.

Eldgos hafa aðdráttarafl

Þeir ferðamenn sem laðast að Íslandi gera það flestir vegna þess að hér er margbreytileg náttúra. Með það í huga er markmið átaksins m.a. að snúa neikvæðri umfjöllun um gosið í jákvæða og undirstrika að landið sé meira lifandi en nokkru sinni.

Í erindi sínu í lok þings ítrekaði Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur einmitt að eldgos væru sjónarspil náttúrunnar og hefðu sterkt aðdráttarafl. Að nálgast virk eldfjöll ætti að geta verið hættulaust og því ætti að sýna ferðamönnum og fræða þá um það sem gerði landið svo stórmerkilegt, nefnilega jarðfræðilega virkni þess.

Hófstillt umræða

Rannsóknir sýna að fólk gerir greinarmun á áhrifum vegna náttúruhamfara og manngerðra hamfara að sögn þýska prófessorsins Norberts Pfefferleins.

Hann skýrði frá því á ferðamálaþingi að atburðir líkt og eldgosið hefðu ekki neikvæð tengsl í huga fólks, líkt og truflanir á ferðalögum vegna hryðjuverka sem dæmi. Því ætti að vera auðveldara en ella að nýta athyglina sem gosið fær á jákvæðan og uppbyggilegan hátt.

Valþór Hlöðversson, framkvæmdastjóri Athygli, sagði jafnframt að rétt eins og yfirvöld í New York ykju ekki ferðamannastraum með því að kynna sérstaklega tölfræði um hryðjuverk í borginni væri óviturlegt að vekja óþarfa ótta með fólki vegna mögulegra hamfara.

Tilmæli um hófstillta umræðu snerust ekki um ritskoðun eða afneitun staðreynda heldur um skynsamlega túlkun þeirra.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Óskar Sigmundi velfarnaðar

16:12 „Það var niðurstaða fundarins að farið yrði í uppstillingu. Það var mikill meirihluti fundarmanna sem vildi það,“ segir Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, um fund kjördæmisráðs flokksins í Norðausturkjördæmi sem lauk fyrir stundu. Meira »

Ekki verið yfirheyrður um helgina

16:10 Erlendur karlmaður á fertugsaldri sem grunaður er um að hafa veitt konu á fimmtugsaldri áverka á Hagamel á fimmtudagskvöld, sem leiddu til dauða hennar, hefur ekki verið yfirheyrður um helgina. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn vill ekki gefa upp hvort játning liggi fyrir í málinu. Meira »

Vestfirðingum gæti fjölgað um 900

15:50 Yrði 25 þúsund tonna laxeldi leyft við Ísafjarðardjúp gæti það skapað 260 ný störf á um áratug og um 150 afleidd störf til viðbótar. KPMG telur að íbúaþróun myndi snúast við og áætlar að fjölga myndi um 900 manns í sveitarfélögunum við Djúp á sama tíma og bein störf ná hámarki. Meira »

Íslendingar í eldlínunni í Barcelona

15:49 Reykjavík er heiðursgestur á listahátíðinni La Merce sem fram fer í Barcelona nú um helgina. Hópur íslenskra listamanna er samankominn í borginni ásamt starfsmönnum menningarsviðs Reykjavíkurborgar. Meira »

Framsókn í Norðaustur stillir upp á lista

14:39 Framsóknarmenn í Norðausturkjördæmi höfnuðu rétt í þessu tillögu stjórnar um að velja frambjóðendur á lista með tvöföldu kjördæmisþingi, líkt og gert verður í Norðvesturkjördæmi, að fram kemur á vef RÚV. Ákveðið var að stilla frekar upp á lista. Meira »

Stillt upp hjá Sjálfstæðismönnum

14:07 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á ekki von á að prófkjör verði haldin til að ákvarða röðun á framboðslistum flokksins fyrir kosningarnar í næsta mánuði. Þess í stað verði stillt upp á lista. Meira »

Lífið er gott á Nýja-Sjálandi

13:36 Ljósmyndarinn Rúna Lind Kristjónsdóttir flutti ásamt eiginmanni sínum, Arana Kuru, til Nýja-Sjálands árið 2009. Dvölin átti ekki að vera löng en nú átta árum síðar eru þau enn á Nýja-Sjálandi og segist Rúna ekki vera á leiðinni heim. Í það minnsta ekki á næstu árum en hún og maður hennar eru skógarbændur og ásamt því að sjá um heimilis- og fyrirtækjabókhaldið er Rúna alltaf með myndavélina til taks. Meira »

Íbúafundur á Ísafirði í beinni

13:43 Sveitarfélögin á Vestfjörðum boða ásamt Fjórðungssambandi Vestfirðinga og Verkalýðsfélagi Vestfirðinga til borgarafundar í íþróttahúsinu á Ísafirði kl. 14 í dag. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni. Meira »

Sigurður: „Fyrst og fremst dap­ur­legt“

13:18 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir ákvörðun Sigmundar Davíðs forvera síns um að segja sig úr Framsóknarflokknum hafa komið á óvart, en þó ekki algjörlega. Meira »

Líf er því miður ekki sama og líf

12:45 Eymundur Eymundsson þjáðist frá unga aldri af miklum kvíða og síðar félagsfælni. Eftir að hann áttaði sig á því hvers kyns var, 38 ára gamall, hefur Eymundur unnið ötullega að því að aðstoða fólk með geðraskanir og sinna forvörnum. Meira »

Sigmundur Davíð hættir í Framsókn

12:11 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknaflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur sagt skilið við Framsóknarflokkinn og hyggst vinna að myndun stjórnmálaafls fyrir kosningar. Hann greinir frá þessu í langri færslu á heimasíðu sinni. Meira »

Varð loksins frjáls manneskja

10:40 Líkt og margir aðrir flóttamenn sem hingað hafa komið vissi Zahra Mesbah sayed Ali ekkert um Ísland áður en hún kom hingað en neyðin rak fjölskylduna áfram. Hún segir helstu breytinguna á hennar lífi vera þá að hér öðlaðist hún sjálfstæði og réttindi. „Ég átti hvergi heima fyrr en ég kom hingað.“ Meira »

Yfir 80 milljónir hafa safnast í átakinu

10:26 Yfir 80 milljónir króna hafa safnast í átakinu Á allra vörum í samnefndum söfnunarþáttum á Rás 2 í gærdag og á RÚV í gærkvöldi, og með sölu á varasnyrtivörusettum með sama nafni síðustu daga. Ágóðinn rennur til byggingar nýs húsnæðis fyrir Kvennaathvarfið. Meira »

Kokkur ársins krýndur í Hörpu

08:40 Hafsteinn Ólafsson, matreiðslumaður á Sumac Grill + Drinks, hlaut í gærkvöldi hinn eftirsótta titil Kokkur ársins 2017 eftir harða baráttu, en naumt var á munum á milli efstu manna. Keppnin fór fram fyrir fullum sal í Hörpu þar sem fjöldi gesta fylgdist með kokkunum töfra fram keppnismáltíðina. Meira »

Handtekinn vegna heimilisofbeldis

07:18 Um klukkan hálffimm í nótt fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um heimilisofbeldi. Meintur gerandi var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Hann verður yfirheyrður síðar í dag. Meira »

Ný meðferðarstöð SÁÁ er bylting

09:40 Ný meðferðarstöð SÁÁ í Vík á Kjalarnesi mun gjörbylta aðstöðu til áfengis- og vímuefnameðferðar hér á landi. Nýja aðstaðan gefur skjólstæðingum samtakanna mun meira persónulegt rými en áður hefur verið í boði. mbl.is fékk að kíkja á húsnæðið sem er óðum að verða tilbúið. Meira »

Hvasst og vætusamt veður

08:18 Spáð er stormi á miðhálendinu, en einnig við norðausturströndina um tíma í dag og við suðurströndina annað kvöld. Búast má við mikilli rigningu á Suðausturlandi og á Austfjörðum fram eftir degi, en dregur síðan úr vætunni. Meira »

Stakk af eftir umferðarslys

07:13 Rétt fyrir klukkan fjögur í nótt var tilkynnt um umferðarslys í miðborginni, en um að var ræða árekstur tveggja bíla og ók ökumaður annars bílsins af vettvangi. Hann var hins vegar stöðvaður skömmu síðar, grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Meira »
Sendibílaþjónustan Skutla S:867-1234
Tökum að okkur almenna flutninga, skutl, vörudreifingu o.fl. Nánari uppl. á www....
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði........
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnuvélum, trak...
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði........
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnuvélum, trak...
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...
 
Maat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...
Opinn fundur
Fundir - mannfagnaðir
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfi...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
L edda 6017091919 i fjhst
Félagsstarf
? EDDA 6017091919 I Fjhst Mynd af au...