Fréttaskýring: Ísland aldrei verið „jafnlifandi“ kostur

Eldgos
Eldgos mbl.is/Rax

Ferðaþjónustan er uppspretta þeirrar tekjuöflunar sem skilar sér hvað hraðast inn í samfélagið, hún skilaði til dæmis 20% af gjaldeyristekjum þjóðarinnar í fyrra og 155 milljörðum í þjóðarbúið síðustu ár.

Ríkisstjórnin, Reykjavíkurborg og yfir 60 fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa tekið höndum saman um að veita alls um 700 milljónum króna til markaðsátaks vegna eldgossins í Eyjafjallajökli, sem var eina umfjöllunarefni Ferðamálaþings í gær.

Viðbrögðin hafa verið góð og virðist ferðaþjónustufólk samtaka um að bretta upp ermar og gera allt til að reyna að snúa aðstæðum Íslandi í vil.

Eins og fram kom í máli Katrínar Júlíusdóttur, iðnaðarráðherra, er þó ekki einfalt verk að láta opinbert fé og fé einkaaðila vinna saman þannig að tekið sé tillit til allra sjónarmiða.

Sigurður Valur Sigurðsson markaðsstjóri Iceland Express tók undir það og sagði það djarfa hugmynd að sameina ferðaþjónustuna í einu stóru markaðsátaki. Að sama skapi væri því mikil ábyrgð falin þeim sem leiddu verkefnið og bæri að varast að draga taum ákveðinna fyrirtækja. Hann sagði orð dagsins tvímælalaust vera „samstaða“ og gæta þyrfti þess að allir kæmu sínu á framfæri.

Athyglin á Íslandi aldrei meiri

Tækifærið til að koma Íslandi á framfæri sem áfangastað virðist einmitt vera núna, ef marka má umræðuna á Ferðamálaþingi í gær.

Þar kom m.a. fram að athyglin sem Ísland hefur fengið undanfarið hefur verið gríðarleg og jafnframt óvenjuleg að því leyti að yfirleitt þegar náttúruhamfarir fá viðlíka umfjöllun í fjölmiðlun er það vegna þess að þær hafa haft í för með sér eyðileggingu og mannskaða. Svo er ekki nú.

Þrátt fyrir áhrif gossins á alþjóðavettvangi eru allir innviðir íslensks samfélags í lagi og hér þarf því ekki að byrja á því að ráðast í allsherjar uppbyggingu áður en unnt er að efla ferðaþjónustu. Skaðinn sem orðið hefur vegna mikils samdráttar í bókunum ferða hingað til lands þarf því ekki að vera til frambúðar þótt hann gæti orðið mikill í sumar.

Helgi Már Björgvinsson, sölu- og markaðsstjóri Icelandair sagði frá því að 800% aukning hefði orðið í leit tengdri Íslandi á vefnum og 600% aukning í leit sem tengist ferðum um Ísland. Áhugi á Íslandi virðist því aldrei hafa verið meiri, en til að hann skili sér þarf að sannfæra fólk um að öruggt sé að ferðast hingað.

Eldgos hafa aðdráttarafl

Þeir ferðamenn sem laðast að Íslandi gera það flestir vegna þess að hér er margbreytileg náttúra. Með það í huga er markmið átaksins m.a. að snúa neikvæðri umfjöllun um gosið í jákvæða og undirstrika að landið sé meira lifandi en nokkru sinni.

Í erindi sínu í lok þings ítrekaði Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur einmitt að eldgos væru sjónarspil náttúrunnar og hefðu sterkt aðdráttarafl. Að nálgast virk eldfjöll ætti að geta verið hættulaust og því ætti að sýna ferðamönnum og fræða þá um það sem gerði landið svo stórmerkilegt, nefnilega jarðfræðilega virkni þess.

Hófstillt umræða

Rannsóknir sýna að fólk gerir greinarmun á áhrifum vegna náttúruhamfara og manngerðra hamfara að sögn þýska prófessorsins Norberts Pfefferleins.

Hann skýrði frá því á ferðamálaþingi að atburðir líkt og eldgosið hefðu ekki neikvæð tengsl í huga fólks, líkt og truflanir á ferðalögum vegna hryðjuverka sem dæmi. Því ætti að vera auðveldara en ella að nýta athyglina sem gosið fær á jákvæðan og uppbyggilegan hátt.

Valþór Hlöðversson, framkvæmdastjóri Athygli, sagði jafnframt að rétt eins og yfirvöld í New York ykju ekki ferðamannastraum með því að kynna sérstaklega tölfræði um hryðjuverk í borginni væri óviturlegt að vekja óþarfa ótta með fólki vegna mögulegra hamfara.

Tilmæli um hófstillta umræðu snerust ekki um ritskoðun eða afneitun staðreynda heldur um skynsamlega túlkun þeirra.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Tekjur frá stjórnvöldum tvöfölduðust

10:11 Tekjur Rauða kross Íslands af samningum við stjórnvöld tvöfölduðust milli áranna 2015 og 2016 vegna aukinna umsvifa í málefnum hælisleitenda. Þetta kemur fram í ársskýrslu Rauða krossins fyrir árið 2016. Meira »

Búist við miklum mannfjölda á Egilsstöðum

10:06 Seyðisfjarðarvegi verður lokað að hluta og strætisvagn verður gerður út til að draga úr umferðarþunga á Egilsstöðum þegar Unglingalandsmót UMFÍ fer þar fram um verslunarmannahelgina. Meira »

Handtóku manninn í Breiðholtinu

09:36 Lögreglan hefur handtekið manninn sem grunaður er um að hafa kveikt í bif­reið hjá Vogi nærri Stór­höfða í gær. Þegar lögregla fann manninn hafði hann reynt að kveikja í mottu í fjölbýlishúsi. Meira »

Troðið á tjaldsvæðunum

09:05 Tjaldsvæðin á Akureyri, bæði við Þórunnarstræti og að Hömrum við Kjarnaskóg, voru fullsetin í gærkvöldi og þurfti að loka fyrir frekari gestakomur. Í dag er hreyfing á fólki og því alls ekki útilokað að tjaldstæði sé að finna í blíðunni fyrir norðan. Meira »

Hælisleitendur voru á útkikki

08:22 Um fimmtíu manna hópur sérhæfðra björgunarsveitarmanna mun halda áfram leit að Georgíumanninum Nika Bega­des í dag. Fjörutíu manna hópur frá Georgíu sótti um hæli á Íslandi í júní. Meira »

Sykurlaust gos tekur fram

08:18 Algjör umskipti hafa orðið á gosdrykkjamarkaði undanfarin ár og sala á sykurlausum gosdrykkjum aukist á kostnað sykraðra.  Meira »

Neituðu báðir að hafa ekið bílnum

07:42 Lögreglu barst um kl. 2 í nótt tilkynning um bíl sem hafði verið skilinn eftir á Nýbýlavegi. Þegar lögreglumenn komu á vettvang voru tveir menn við bílinn en báðir neituðu þeir að hafa ekið honum. Meira »

118 barnafjölskyldur í mikilli þörf

07:57 Borgarráð hefur samþykkt tillögu borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um að skipaður verði starfshópur sem geri úttekt á stöðu húsnæðisaðbúnaðar hjá börnum í borginni. Meira »

Boranir í Hornafirði árangursríkar

07:37 Borun fjórðu rannsóknarholunnar við Hoffelli í Hornafirði er nú lokið og allt stefnir í góðan árangur að því fram kemur í frétt á heimasíðu Íslenskra orkurannsókna. Meira »

Guðni tók sjálfu í Hollandi

07:18 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hitti kvennalandsliðið í knattspyrnu í Hollandi þar sem hann er staddur á EM með fjölskyldu sinni. Hann segist á þeim fundi hafa kynnst þeirri samheldni, ákveðni bjartsýni og fagmennsku sem einkenni hópinn. Meira »

24 stiga hiti í suðlægum áttum

07:10 Áfram eru það Norðlendingar og ferðamenn á Norðausturlandi sem fá úthlutað besta veðrinu. Í dag verður bjart að mestu norðan heiða og hiti allt að 24 stigum. Annars staðar á landinu verður skýjað að mestu með dálítilli vætu og heldur svalara í veðri. Meira »

Tóku vörur án þess að borga

06:52 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í nótt menn sem höfðu komið inn í Nettó á Fiskislóð rétt eftir miðnætti og tekið þar ófrjálsri hendi innkaupakerru fulla af vörum. Meira »

Góð makrílveiði suðaustur af landinu

05:30 Góð makrílveiði hefur verið á miðunum suðaustur af landinu. Víkingur AK var væntanlegur til Vopnafjarðar seint í gærkvöldi með rétt tæplega 600 tonn af makríl, segir á vef HB Granda. Meira »

Nýbygging við Perluna hýsir stjörnuver

05:30 Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Öskjuhlíðar vegna Perlunnar hefur verið auglýst á heimasíðu Reykjavíkurborgar.  Meira »

Vilja leyfa 100 þúsund tonn á ári

05:30 Tillaga Umhverfisstofnunar að starfsleyfi fyrir kísilverksmiðju PCC Bakka Silicon hf. gerir ráð fyrir að heimilt verði að framleiða allt 66.000 tonnum á ári af hrákísli og allt að 27.000 tonnum af kísildufti/kísilryki og 6.000 tonnum af málmleif og gjalli og 1.500 tonnum af forskiljuryki. Meira »

Tafirnar kosta mikið fé

05:30 Fyrirhugað glæsihótel í Landssímahúsinu við Austurvöll verður í fyrsta lagi opnað rúmu ári á eftir áætlun. Heimildarmaður blaðsins, sem þekkir til Landssímareitsins, segir vanhæfni í borgarkerfinu skýra tafir. Meira »

Kviknaði í tveimur bílum við Vog

05:30 Kveikt var í bíl í gær sem stóð utan við sjúkrahúsið Vog við Stórhöfða í Reykjavík. Lögreglan hefur ákveðinn einstakling grunaðan um athæfið, en sá stakk af frá vettvangi. Hans var leitað í gær. Meira »

Vinnulag um miðlun upplýsinga

05:30 Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, mun halda sama skipulagi varðandi veitingu upplýsinga af afbrotum á Þjóðhátíð og verið hefur síðustu ár. Meira »
Kerra til sölu
Til sölu er ný kerra á fjöðrum. Hentar vel fyrir hálendið. Upplýsingar í s.48382...
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
Mánatún 3ja herb. m. stæði í bílagemyslu
Glæsileg 3ja herb. íbúð á 5 hæð með stæði í bílageymlsu til leigu. Allar innrétt...
BMW F650CS + nýr jakki, buxur og hjálmur
BMW F650 CS ferðahjól til sölu. Ekið aðeins 17.000- km. Hjálmageymslubox fylgir....
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Hollvinasamtaka Heilsustofn...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
AÐALFUNDUR Aðalfundur Ísfélags Vestmann...
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur auglýsir skv....
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...