Óttast ekki að gögn hafi horfið

Sérstakur saksóknari segist bjartsýnn á að fallist verði á kröfu embættisins um gæsluvarðhald, ella hefðu þeir ekki lagt hana fram. Hann vill ekki staðfesta um hver hinn handtekni er. Um aðdraganda handtökunnar segir hann að ákveðið hafi verið að handtaka viðkomandi í kjölfar skýrslutöku.

Hann vill ekki segja hvort von er á fleiri handtökum á næstu dögum.

Fram kom í Morgunblaðinu í október á síðasta ári, að Fjármálaeftirlitið hefði sent mál sem varðaði allsherjarmarkaðsmisnotkun Kaupþings til embættis sérstaks saksóknara. Grunur lék á, að bankinn hefði kerfisbundið reynt að hafa áhrif á eigin hlutabréfaverð og skapað stöðuga eftirspurn eftir bréfunum og þannig sent röng og villandi skilaboð til markaðarins um raunvirði hlutabréfanna.

Þetta var gert með þeim hætti að bankinn, sem á hverjum tímapunkti mátti aðeins eiga mest 5% í sjálfum sér, keypti bréf inn á veltubók og seldi þau síðan áfram til valinna viðskiptavina gegn lánum. Með þessum hætti gat bankinn verið virkur á markaði með eigin hlutabréf.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert