Var sagt ólöglega upp störfum

Háskólinn á Akureyri.
Háskólinn á Akureyri.

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt Háskólann á Akureyri til að greiða fyrrverandi dósent í stærðfræði og eðlisfræði við skólann 3 milljónir króna í bætur fyrir ólögmæta uppsögn. Kennarinn krafðist rúmlega 26 milljóna króna í bætur.

Manninum var sagt upp störfum vorið 2006 og sagði háskólinn uppsögnina vera vegna þá, að eftir skipulagsbreytingar væru ekki lengur næg verkefni fyrir kennarann í kennaradeild skólans þar sem hann starfaði síðast.

Héraðsdómur taldi, að háskólinn hefði ekki staðið réttilega að uppsögninni og kennarinn hefði aðeins verið borinn saman við samkennara innan kennaradeildar en ekki við aðra kennara, í sömu fræðigreinum, í skólanum í heild. Taldist Háskólinn á Akureyri því hafa brotið rannsóknarreglu stjórnsýslulaga og uppsögnin væri ólögmæt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert