Bretar taki þátt í eldfjallarannsóknum

Gosmökkurinn frá Eyjafjallajökli hefur verið mikill og dökkur síðustu daga.
Gosmökkurinn frá Eyjafjallajökli hefur verið mikill og dökkur síðustu daga. mbl.is/Hlynur S. Þorvaldsson

Prófessor í jarðeðlisfræði við Durham háskóla á Englandi hefur skrifað nýjum ráðherra vísindamála á Bretlandi bréf og leggur til að Bretar taki þátt í eldfjallarannsóknum á Íslandi ásamt Íslendingum. 

Þetta kemur fram í blaðinu Sunday Times í dag. Þar er rætt við Þorvald Þórðarson, eldfjallafræðing við Edinborgarháskóla sem segir, að eldvirkni á Íslandi virðist koma í reglubundnum sveiflum sem nái yfir um 140 ár. Síðustu fimm áratugi hafi eldvirknin verið tiltölulega lítil en virðist nú vera að ná hámarki að nýju.

Blaðið hefur eftir Þorvaldi, að þrjú eldfjöll á Íslandi: Hekla, Askja og Grímsvötn, kunni að vera að nálgast það að gjósa. Blaðið nefnir einnig Kötlu, sem oft hefur fylgt á eftir Eyjafjallajökli. 

Sunday Times segir að Þorvaldur telji, að hegðun eldfjallanna tengist hreyfingum í jarðskorpunni, sem valdi miklum þýstingi á stórum svæðum neðanjarðar. Þegar þessi þrýstingur vaxi valdi það eldgosum en þegar úr honum dragi minnki eldvirknin. 

Blaðið segir, að þetta sé umdeild kenning. Þannig telji Gillian Foulger, prófessor í jarðeðlisfræði við Durham háskóla, að það gæti verið tilviljunum háð að nokkur eldfjöll gjósi á svipuðum tíma. Ljóst sé hins vegar að rannsókna sé þörf og að Evrópubúar þurfi að taka alvarlega þau áhrif, sem eldgos á Íslandi geta haft á flugumferð og aðra starfsemi. Því þurfi að bæta eftirlit með virkum eldfjöllum.

Foulger er því að skrifa til David Willetts, nýs vísindaráðherra Bretlands og segir að Bretar eigi að leggja Íslendingum lið við slíkar rannsóknir.

„Það eru um það bil 35 virk stór eldfjöll á Íslandi og ef komið verður fyrir háþróuðu jarðskjálftamælakerfi og staðsetningarmælum við hvert þeirra getum við oft spáð fyrir um eldgos. Kostnaðurinn er mjög lítill í samanburði við þann efnahagslega skaða sem getur orðið og óvæntu gosi."  

Blaðið hefur eftir Stephen Sparks, prófessor í jarðvísindum við Bristolháskóla, að gosið í Eyjafjallajökli gæti orðið langvinnt og valdið truflunum á evrópskri flugumferð lengi. 

„Öll eldfjöll hafa sín einkenni. Þetta eldfjall hefur gosið árið 1612 og 1821 og hélt þá áfram að gjósa í 15 mánuði. Það er engin ástæða til að ætla að gosið nú verði styttra.  

Sunday Times segir, að nýjar reglur um blindflug geri það að verkum að Ísland og Evrópa geti  tekist á við Eyjafjallajökul. En eldgos í Kötlu gæti valdið meiri erfiðleikum. Haft er eftir Richard Waller, lektor í jarðeðlisfræði við Keele háskóla, segir að öskuský frá slíku gosi gæti orðið gríðarlegt og einnig gæti gosið valdið miklu vatnsflóði.

mbl.is

Innlent »

Fresta stofnfundi nýs stéttarfélags

16:57 Ákveðið hefur verið að fresta stofnfundi nýs Stéttarfélags, Sambands íslenskra flugliða, sem flugfreyjur- og þjónar hjá WOW air hugðust stofna. Erla Pálsdóttir forsvarsmaður undirbúningsnefndarinnar, segir í tilkynningu sem hún sendi frá sér fyrir skömmu, þetta sé gert vegna breyttra aðstæðna. Meira »

Stella hreint ekki í orlofi

16:32 Heiða Rún Sigurðardóttir kom heim til að leika titilhlutverkið í glænýjum glæpaþáttum um hina úrræðagóðu Stellu Blómkvist. Hún segir hlutverkið safaríkt og kærkomna tilbreytingu frá búningadramanu Poldark. Meira »

Rafleiðni í Múlakvísl hækkar áfram

16:31 Rafleiðni í Múlakvísl á Mýrdalssandi heldur áfram að hækka og samkvæmt nýjustu mælingum sem gerðar voru í dag mælist rafleiðnin 560 míkrómens/cm. Meira »

„Staðan er brothætt“

15:55 „Mér finnst við ekki standa illa. Við stöndum þokkalega en staðan er brothætt,“ segir dósent við menntavísindasvið HÍ um læsi grunnskólabarna. Þetta kom fram í erindi sem hann hélt á ráðstefnunni Lestur er lykill að ævintýrum. Meira »

Óku út af á stolnum bíl

15:12 Tilkynnt var um útafakstur rétt austan við Bitru í nótt. Þegar lögreglan kom á staðinn reyndist um stolinn bíl að ræða.  Meira »

Brotist inn í íbúðarhús á Selfossi

14:58 Lögregla á Selfossi handtók í morgun mann sem grunaður er um innbrot. Brotist var inn í íbúðarhús á Selfossi snemma í morgun og kom húsráðandi að manninum. Meira »

Bjartsýnn á miðstjórnarfund í næstu viku

14:35 Innihald stjórnamyndunarviðræðna Framsóknarflokks, VG og Sjálfstæðisflokks miðar vel áfram. Þetta sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, við fundargesti á haustfundi miðstjórnar flokksins. „Ef allt gengur upp þá verður boðað til miðstjórnarfundar um miðja næstu viku.“ Meira »

Illa brotnar en ekki í lífshættu

14:38 Erlendu konurnar tvær sem lentu í árekstri við snjóruðningstæki við Ketilstaði á Þjóðvegi eitt á Suðurlandi á fimmtudag eru ekki lífshættulega slasaðar. Konurnar brotnuðu þó engu að síður báðar tvær illa samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi. Meira »

Bilun í sendi Vodafone í Reykhólasveit

13:19 Sjónvarpsþjónusta Digital Ísland á vegum Vodafone hefur legið niðri víða í Reykhólasveit og á nærliggjandi bæjum síðan í gær. „Bilunin nær jafnvel eitthvað inn á Búðardalinn, en það komu tilkynningar frá þessu svæði í gær,“ segir Guðfinnur Sigurvinsson, verkefnastjóri samskiptamála hjá Vodafone. Meira »

Með fartölvuna í blæðandi höndunum

12:25 Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og snemma í morgun. Karlmaður var handtekinn á sjötta tímanum í morgun vegna gruns um innbrot í læst rými í húsnæði Landspítalans. Hafði maðurinn m.a. veist að öryggisverði skömmu áður en lögreglan kom á vettvang. Meira »

„Þessum viðræðum er hvergi nærri lokið“

11:55 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, segist vera vel meðvituð um að það sé áhætta fyrir flokkinn að fara í stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Þetta sagði Katrín í þættinum Vikulokin á Rás 1 nú í morgun. Meira »

Kanna aðstæður við Öræfajökul

10:59 Fulltrúar á vegum almannavarna lögðu af stað í eftirlitsflug yfir Öræfajökul um níuleytið í morgun vegna vísbendinga um aukna virkni í jöklinum. Rík­is­lög­reglu­stjóri, í sam­ráði við lög­reglu­stjór­ann á Suður­landi, lýsti yfir óvissu­stigi al­manna­varna á svæðinu í gær. Meira »

Bílvelta á Bústaðavegi

10:27 Bílvelta varð á bústaðavegi um tíuleytið í morgun og er nú mikill viðbúnaður lögreglu, slökkviliðs og sjúkrabíla á staðnum, en atvikið átti sér stað til móts við verslunarkjarnann Grímsbæ. Meira »

Éljagangur norðan- og austantil

10:20 Ekkert lát virðist vera á norðanáttinni hér á landi og meðfylgjandi köldu veðri. Í dag er útlit fyrir að vindur verði nokkuð hægur og að áfram verði éljagangur norðan- og austantil á landinu. Sunnan- og vestanlands verður hins vegar að mestu þurrt og bjart með köflum. Meira »

Hætt kominn vegna fíkniefnaleka

09:57 Íslenskur karlmaður var nýverið hætt kominn þegar að pakkning með fíkniefnum sem hann hafði komið fyrir innvortis fór að leka. „Maðurinn var fluttur með hraði á Landspítala þar sem gerð var á honum aðgerð sem án vafa hefur bjargað lífi hans,“ að því er segir í fréttatilkynningu frá lögreglu. Meira »

Óráðlegt að vera á ferðinni við Múlakvísl

10:24 Rafleiðni heldur áfram að hækka í Múlakvísl á Mýrdalssandi. Há raf­leiðni hefur mæl­st í ánni síðustu daga og hefur hækkað veru­lega síðustu tvo daga og mæl­ist nú 430 míkrósímens/​cm. Meira »

Skilur við fortíðina

10:10 Nýjasta plata Bjarkar Guðmundsdóttur, Utopia, kemur út 24. nóvember. Platan er óður til ástarinnar og bjartsýninnar. Björk segir hana marka nýjan kafla í lífi hennar eftir uppgjör við skilnað sinn fyrir nokkrum árum. Björk opnar sig og segir frá valdníðslu og áreitni fyrir átján árum. Meira »

Fluttur á sjúkrahús vegna ammoníaksleka

09:18 Einn var fluttur undir læknishendur í vikunni eftir að ammoníaksleki varð í vinnslusal frystihúss í Grindavík. Ástæðu lekans má rekja til ammoníaksrörs í frystisamstæðu í vinnslusal frystihússins sem rofnaði. Starfsmaður hafði sett lítið plastskurðarbretti upp við hlið samstæðunnar sem olli því að rörið fór í sundur. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar gerðir, smíðaðar eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 848 3215 www.byg...
Tattoo
...
 
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Aflaheimildir
Tilkynningar
Auglýsing eftir umsóknum um afla...