Bretar taki þátt í eldfjallarannsóknum

Gosmökkurinn frá Eyjafjallajökli hefur verið mikill og dökkur síðustu daga.
Gosmökkurinn frá Eyjafjallajökli hefur verið mikill og dökkur síðustu daga. mbl.is/Hlynur S. Þorvaldsson

Prófessor í jarðeðlisfræði við Durham háskóla á Englandi hefur skrifað nýjum ráðherra vísindamála á Bretlandi bréf og leggur til að Bretar taki þátt í eldfjallarannsóknum á Íslandi ásamt Íslendingum. 

Þetta kemur fram í blaðinu Sunday Times í dag. Þar er rætt við Þorvald Þórðarson, eldfjallafræðing við Edinborgarháskóla sem segir, að eldvirkni á Íslandi virðist koma í reglubundnum sveiflum sem nái yfir um 140 ár. Síðustu fimm áratugi hafi eldvirknin verið tiltölulega lítil en virðist nú vera að ná hámarki að nýju.

Blaðið hefur eftir Þorvaldi, að þrjú eldfjöll á Íslandi: Hekla, Askja og Grímsvötn, kunni að vera að nálgast það að gjósa. Blaðið nefnir einnig Kötlu, sem oft hefur fylgt á eftir Eyjafjallajökli. 

Sunday Times segir að Þorvaldur telji, að hegðun eldfjallanna tengist hreyfingum í jarðskorpunni, sem valdi miklum þýstingi á stórum svæðum neðanjarðar. Þegar þessi þrýstingur vaxi valdi það eldgosum en þegar úr honum dragi minnki eldvirknin. 

Blaðið segir, að þetta sé umdeild kenning. Þannig telji Gillian Foulger, prófessor í jarðeðlisfræði við Durham háskóla, að það gæti verið tilviljunum háð að nokkur eldfjöll gjósi á svipuðum tíma. Ljóst sé hins vegar að rannsókna sé þörf og að Evrópubúar þurfi að taka alvarlega þau áhrif, sem eldgos á Íslandi geta haft á flugumferð og aðra starfsemi. Því þurfi að bæta eftirlit með virkum eldfjöllum.

Foulger er því að skrifa til David Willetts, nýs vísindaráðherra Bretlands og segir að Bretar eigi að leggja Íslendingum lið við slíkar rannsóknir.

„Það eru um það bil 35 virk stór eldfjöll á Íslandi og ef komið verður fyrir háþróuðu jarðskjálftamælakerfi og staðsetningarmælum við hvert þeirra getum við oft spáð fyrir um eldgos. Kostnaðurinn er mjög lítill í samanburði við þann efnahagslega skaða sem getur orðið og óvæntu gosi."  

Blaðið hefur eftir Stephen Sparks, prófessor í jarðvísindum við Bristolháskóla, að gosið í Eyjafjallajökli gæti orðið langvinnt og valdið truflunum á evrópskri flugumferð lengi. 

„Öll eldfjöll hafa sín einkenni. Þetta eldfjall hefur gosið árið 1612 og 1821 og hélt þá áfram að gjósa í 15 mánuði. Það er engin ástæða til að ætla að gosið nú verði styttra.  

Sunday Times segir, að nýjar reglur um blindflug geri það að verkum að Ísland og Evrópa geti  tekist á við Eyjafjallajökul. En eldgos í Kötlu gæti valdið meiri erfiðleikum. Haft er eftir Richard Waller, lektor í jarðeðlisfræði við Keele háskóla, segir að öskuský frá slíku gosi gæti orðið gríðarlegt og einnig gæti gosið valdið miklu vatnsflóði.

mbl.is

Innlent »

Standa saman í blíðu og stríðu

09:50 Emil Atlason, knattspyrnumaður og bróðir Sifjar Atladóttur, er á leiðinni til Hollands og mun styðja stelpurnar það sem eftir lifir móts. Hann segir mikla spennu ríkja innan fjölskyldunnar fyrir mótinu í sumar. Meira »

Vöknuðu við að húsið lék á reiðiskjálfi

09:13 Sóley Kaldal, sem dvelur nú á grísku eyjunni Rhodos, varð vel vör við jarðskjálftann sem varð úti fyrir ströndum Grikklands í nótt. Jarðskjálftinn mældist 6,7 að styrk og kostaði tvo ferðamenn á eyjunni Kos lífið. Meira »

Sér til sólar á Norðaustur- og Austurlandi

08:31 Hægur vindur verður á landinu í dag, skýjað og þokuloft eða súld fram eftir morgni. Það léttir víða til á Norðaustur- og Austurlandi í dag, en líkur eru þó á stöku síðdegisskúrum. Í öðrum landshlutum er hins vegar talið ólíklegt að sjái til sólar. Meira »

Í toppstandi þrátt fyrir aldur

08:18 „Heyskapurinn gengur mjög vel núna,“ segir Helgi Þór Kárason, bóndi í Skógarhlíð í Reykjahverfi sem er í syðsta hluta Norðurþings, en hann var að dreifa heyi er fréttaritara Morgunblaðsins bar að garði. Meira »

Ingibjörg Sólrún tekin til starfa

08:05 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skrifaði í gær undir samning til þriggja ára sem framkvæmdastjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE. Stofnunin er lítt þekkt almenningi þar sem hún er meira að beita sér gegn aðildarríkjum en ekki opinberlega. Hún tók formlega við stöðunni í gær. Meira »

Milljónatjón vegna röskunar ferða

07:57 Röskun á ferðum Herjólfs til Landeyjahafnar á háannatíma veldur ferðaþjónustuaðilum í Vestmannaeyjum miklu tjóni.  Meira »

Nemar vilja hlaupa til styrktar HÍ

07:37 Stúdentaráð Háskóla Íslands vinnur að því að hægt verði að hlaupa til styrktar Háskólanum í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fer 19. ágúst. Þetta staðfestir Ragna Sigurðardóttir, formaður stúdentaráðs. Meira »

Tíu vilja stýra Jafnréttisstofu

07:46 Tíu sóttu um embætti framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu á Akureyri sem velferðarráðuneytið auglýsti laust til umsóknar 24. júní síðastliðinn. Meira »

Þurfti að stöðva brotahrinu mannsins

06:54 Hæstiréttur staðfesti í gær framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir karlmanni á fimmtugsaldri sem ákærður hefur verið fyrir fjöl­mörg svik á leigu­markaði. Maður­inn aug­lýsti hús­næði til leigu á bland.is en var ekki rétt­mæt­ur eig­andi íbúðanna og hafði þar með fé af fólki sem var í erfiðri aðstöðu vegna ástands á leigumarkaði. Meira »

„Hér hristist allt og skalf“

06:53 Tveir létust á grísku eyjunni Kos eftir jarðskjálfta af stærðinni 6,7 í nótt sem átti upptök sín í hafinu 16 km austur af eyjunni. Oddný Arnarsdóttir, sem er með fjölskyldunni í fríi á Kos, segir hótelið hafa leikið á reiðiskjálfi, en fjölskyldan eyddi nóttinni á sólbekkjum í sundlaugargarðinum. Meira »

Þreytt á ótryggum ferðum

05:30 Röskun á ferðum Herjólfs til Landeyjahafnar á háannatíma veldur ferðaþjónustuaðilum í Vestmannaeyjum miklu tjóni.  Meira »

Samráðsvettvangur um vímuefnamál

05:30 Heilbrigðisráðherra hefur sent bréf þar sem óskað er eftir tilnefningum í samráðsvettvang um vímuefnamál.  Meira »

Milljarðar í kolefniskvóta

05:30 Ríkissjóður mun að óbreyttu þurfa að kaupa kolefniskvóta fyrir milljarða króna á næsta áratug. Ástæðan er losun gróðurhúsalofttegunda umfram markmið stjórnvalda um 20% minni losun 2020 en árið 2005. Meira »

Stemning fyrir sólmyrkva árið 2048

05:30 Tæplega 4.000 manns bíða spenntir eftir hringmyrkva sem væntanlegur er árið 2048 ef marka má fésbókarsíðuna Sólmyrkvi 2048. Umræður sem fram fara á síðunni lýsa vel áhyggjum fylgjenda. Einhverjir hafa áhyggjur af því að verða uppteknir fimmtudaginn 11. Meira »

Fóru í morgunbað í Ölfusá

05:30 „Það er þónokkur straumur þarna og þótt áin virðist lygn á þessari mynd leynir hún á sér,“ segir Sigurjón Valgeir Hafsteinsson, sem sá tvo ferðamenn baða sig við Hrefnutanga í Ölfusá um níuleytið í gærmorgun. Meira »

Unnið á öllum vígstöðvum á Bakka

05:30 „Það er ótrúlegur gangur þessa dagana og liggur við að hægt sé að sjá mun frá degi til dags. Það má segja að verkefnið sé á lokametrunum.“ Meira »

Urriðavatn fær votlendið aftur

05:30 Undirritaður var samningur á milli Garðabæjar, Toyota á Íslandi ehf., Urriðaholts ehf., Landgræðslu ríkisins og Byggingarfélags Gylfa og Gunnars hf. um endurheimt votlendis við Urriðavatn í Garðabæ í gær. Meira »

Hávertíð skemmtiferðaskipanna

05:30 Vertíð skemmtiferðaskipanna mun ná hámarki á næstunni. Á miðvikudaginn voru þrjú skemmtiferðaskip samtímis í Sundahöfn í Reykjavík. Um borð voru rúmlega 5.500 farþegar og í áhöfn skipanna rúmlega 2.200 manns. Meira »
Almanak til sölu..
Til sölu almanak Ólafs S Thorgeirssonar, 18 bindi. Vestur Íslenskur fróðleikur ...
Fyrir verslunarmannahelgina !!!
Til sölu 2ja manna tjald. Verð kr 4000. 4 manna tjald Verð kr 10000. Samanbrjót...
Fellihýsi Coleman Westlake
Fellihýsi að stæðstu gerð til sölu. Sturta, klósett, heitt og kalt vatn, loftkæl...
Stórar kjarrivaxnar útsýnislóðir stutt frá Reykjavík
Lóðirnar eru í kjarrivaxinni brekku sem veit mót suðri. Frábært útsýni. Heitt va...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Hollvinasamtaka Heilsustofn...
Kennarar óskast
Önnur störf
Kennarar óskast Handverks- og hússtjór...
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur auglýsir skv....
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Sun...