Mikið annríki hjá Landhelgisgæslunni

Mikið annríki hefur verið hjá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í nótt en fjölmargir strandveiðibátar fóru út til veiða. Alls eru 556 bátar að veiðum og þurfa þeir allir að tilkynna sig þegar þeir fara út og eins þegar þeir koma til baka. Í einhverjum tilvikum eru fjarskiptatæki þeirra ekki nægjanlega öflug og tekur þá talsverðan tíma að afgreiða hvern og einn.

Danskt varðskip á vegum Landhelgisgæslunnar er á leið á móti portúgölskum togara með veikan sjómann um borð. Er hann fyrir utan landhelgislínu á Reykjaneshrygg og verður sjómaðurinn fluttur á sjúkrahús hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert