Nota netið til að veiða ferðamenn

Samskiptasíður á borð við facebook gegna lykilhlutverki við að kynna …
Samskiptasíður á borð við facebook gegna lykilhlutverki við að kynna Ísland fyrir útlendingum, THIERRY ROGE

Fleiri en 300.000 manns utan Íslands hafa nú þegar skoðað aðalkynningarmyndband  Inspired by Iceland átaksins sem fór inn á internetið í gærkvöldi.

Viðtökurnar eru góðar og hafa nú þegar þetta er skrifað um ein milljón sendinga farið í gegnum heimasíðu átaksins. Fólk getur á heimasíðunni sent inn myndir, myndbönd og frásagnir af Íslandi.

Til marks um áhugann þá hafa um 300.000 netnotendur sent upplýsingar út af síðunni. Hefur fólk verið hvað duglegast við að deila myndbandinu við lag Emilíönu Torrini, Jungle Drum. Hægt er að deila myndbandinu á samskiptasíðum s.s. facebook og twitter. Myndbandið má nálgast hér.

Ýmsir þekktir einstaklingar hafa lagt verkefninu lið og má þar nefna Yoko Ono og danska leikarann Viggo Mortensen. Að auki má geta þess að nú þegar hafa um 125 bloggarar skrifað um myndbandið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert