Þyrlupallurinn í Kolbeinsey er horfinn og eyjan sjálf mun brátt heyra sögunni til

Árið 1616 mun eyjan hafa mælst 700 metrar frá norðri …
Árið 1616 mun eyjan hafa mælst 700 metrar frá norðri til suðurs og 100 metrar frá austri til vesturs. 1903 voru málin 300x60.

Þyrlupallurinn frægi í Kolbeinsey heyrir nú sögunni til og er lítið orðið eftir af sjálfri eyjunni. Eyjan var notuð til að ákvarða miðlínuna á milli Íslands og Grænlands.

Pallurinn var steyptur þegar Íslendingar áttu í landhelgisdeilum við Grænlendinga og Dani. Einn helsti hvatamaðurinn að byggingu pallsins var Steingrímur J. Sigfússon sem þá var samgönguráðherra.

Þótt Kolbeinsey hverfi brátt í sæ þá kemur það ekki að sök því samið var um miðlínuna árið 1997. Ítarlega er fjallað um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert