Björgunargetan ekki burðug í sumar

Þyrlan TF - EIR sem skilað verður á næstu dögum.
Þyrlan TF - EIR sem skilað verður á næstu dögum. mbl.is

Hugsanlega verður aðeins ein björgunarþyrla Landhelgisgæslu Íslands til taks í næstu viku, en TF-EIR verður skilað til lánveitenda í byrjun vikunnar og óvíst hvort hefðbundinni skoðun á TF-LIF verður lokið.

Forseti Farmanna- og fiskimannasambands Íslands hefur ötullega barist fyrir úrbótum á liðnum misserum. Hann segir stöðuna gríðarlega dapurlega og sjómenn ekki njóta sömu mannréttinda og aðrir þjóðfélagsþegnar.

Fyrir helgi var kallað eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar vegna konu sem veiktist um borð í norskum togara sem var á úthafskarfaveiðum við Reykjaneshrygg, eða 207 sjómílur frá Reykjanesi. Til taks voru TF-GNA (Super Puma) og TF-EIR (Dauphin II) en þar sem um er að ræða eina stóra en aðra minni þyrlu er flugdrægi aðeins um 150 sjómílur. Skipstjóranum var því gert að halda á fullri ferð í átt að landi og kom þyrlan til móts við togarann þegar hann var staddur 145 sjómílur suðvestur af Reykjanesi.

En þó svo að tvær þyrlur hafi verið til taks nær Gæslan aðeins að dekka eina vakt og einn þriðja úr annarri með sínum fimm þyrluáhöfnum. Það þýðir að yfirleitt er aðeins ein þyrla til taks og ekki hægt að treysta á, að hægt sé að manna aðra þó hún sé tiltæk, að því er fram kemur í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert