Almenningur fengi reikninginn

Ótollaðir bílar í geymslu. Úr myndasafni.
Ótollaðir bílar í geymslu. Úr myndasafni. Ómar Óskarsson

Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra telur að ef sú leið verði farin að endurgreiða  gengislán aftur í tímann og bjóða lántakendum upp á samningsvexti, jafnvel allt niður í 2-3%, geti það þýtt að styrkja þurfi eiginfjárgrundvöll bankanna með ríkisframlagi. Almenningur fengi því reikninginn.

Gylfi leggur áherslu á að málið sé flókið og viðamikið.

Hæstiréttur skeri úr um álitamál

„Það eru mörg álitamál í þessu efni en hvert þeirra er nú þannig að á endanum þarf Hæstiréttur að skera úr um það. Það hefur verið mitt mat og raunar kom það fram í máli seðlabankastjóra og fleiri að það yrði mjög þungt högg fyrir fjármálakerfið ef það yrði unnið úr þessum málum þannig að einungis samningsvextir væru áfram á þessum gengistryggðu lánum.

Það myndi valda verulegum vandræðum í fjármálakerfinu og gríðarlegum kostnaði fyrir ríkissjóð sem myndi þá falla á skattgreiðendur, fyrir utan að þetta yrði mjög ósanngjörn lausn, bæði frá sjónarhóli lánveitenda og þeirra sem eru með annars konar lán. Þannig að ég held að það sé algerlega ófær leið að samningsvextir standi og ég get ekki ímyndað mér að Hæstiréttur myndi komast að slíkri niðurstöðu. En það er auðvitað eitt af því sem haldið er fram í umræðunni þannig að það þarf að undirbúa sig undir það.“

Mjög lágir vextir

- Hvað eru samningsvextirnir háir?

„Þeir eru mismunandi eftir samningum en það á þá til dæmis við í lánum í jenum og svissneskum frönkum að þeir eru yfirleitt reiknaðir útfrá millibankavöxtum, LIBOR-vöxtum, í þessum löndum, og svo með álagi sem er kannski um 1-2%.

Það eru þá samningsvextirnir í þessum samningum.“

- Eru því þar á ferð vextir allt niður í 2-3%?

„Já. Væntanlega væru allra lægstu tölurnar þannig.“

- Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að ef þetta skref yrði stigið myndi það verða ógn við innlán í bankakerfinu, með því að grafa undan grundvelli bankakerfisins. Ertu sammála því?

„Ég ætla nú ekki að taka alveg undir það en þetta myndi engu að síður fara mjög illa með eigið fé bankanna. Og þó þeir ættu fyrir öllum kröfum og innistæðum að þá myndi þetta fara mjög illa með eigið fé þeirra og það myndi þýða að það þyrfti að leggja þeim til verulegt nýtt eigið fé. Það þyrfti að koma frá ríkinu, allavega frá þeim fjármálastofnunum sem eru í eigu ríkisins. Það gæti þó líka verið að ríkið þyrfti að leggja öðrum fjármálafyrirtækjum fé.“

Allir tækju þátt í kostnaðinum

- Þannig að þeir sem tóku engin gengislán þyrftu þá að greiða hærri skatta til að standa undir þessari eiginfjáraukningu?

„Já, og allir skattgreiðendur í landinu.“

- Hvað með það sjónarmið Péturs H. Blöndals að það þyrfti hugsanlega að skerða lífeyri ef farið yrði út í svona aðgerðir?

„Líklega ekki beint nema menn færu að færa niður lán lífeyrissjóðanna eitthvað líka. Þeir veittu auðvitað engin gengistryggð lán og eru í engri beinni hættu hvað það snertir en væntanlega yrði einhver þrýstingur á, eða aukinn þrýstingur, á að færa niður þannig lán líka, sem myndi þá þýða skertar lífeyrisgreiðslur til allra landsmanna, bæði í nútíð og framtíð.“

Gæti komið til afskrifta

- Þessi umræða vekur augljóslega miklar tilfinningar. Hvað viltu segja við þjóðina á þessum ólgutímum varðandi þá réttlætiskröfu að nú beri að færa niður lán?

„Hún er mjög skiljanleg en ég verð enn og aftur að vekja athygli á því að þetta misgengi lána og launa, sem menn augljóslega standa frammi fyrir, að það var að mínu mati tekið á því með mjög skynsamlegum hætti með greiðslujöfnun.

Hún felur í sér að ef þetta misgengi gengur ekki til baka að fullu, og þar að auki hratt, að þá verði lán afskrifuð. Þannig að í raun er fólgin í því greiðslujöfnun við verulega afskrift lána ef efnahagslífið nær sér ekki aftur á strik. Og auðvitað vonum við að efnahagslífið nái sér á strik og ef að það gerir það að þá er vandinn leystur.“

- Hvernig bregstu við þeim orðrómi að ofangreind leið myndi auka líkur á að bankakerfið kynni að riða til falls með tilheyrandi hættu fyrir innistæður?

„Ég verð nú að lýsa yfir þeirri eindregnu skoðun minni að öll viðfangsefnin eru viðráðanleg. Jafnvel versta hugsanlega niðurstaða frá sjónarhóli bankanna hvað varðar þessi gengitryggðu lán er þannig að bankakerfinu er viðbjargandi en það yrði mjög dýrt.“

Ítrekar að allar innistæður sé tryggðar

- Hvað segirðu við fólk sem á verðtryggðar bankainnistæður og óttast um að þær kunni að hverfa með falli bankanna, áhyggjur sem m.a. hefur borið á í bloggi við nýleg viðtöl um þetta efni?

„Þær munu ekki gera það því að í fyrsta lagi er áhættan ekki svo mikil að bankarnir eigi ekki fyrir öllum kröfum, þar á meðal innistæðum. Þar fyrir utan stendur áfram og mun standa enn um sinn yfirlýsing ríkisstjórnarinnar um að allar innistæður sé tryggðar. Þá á ég við allar innistæður í innlendum innlánsstofnunum, óháð upphæð,“ segir Gylfi Magnússon.

Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra.
Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra. mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

28 Íslendingar hlupu maraþon í Berlín

18:48 Stefán Guðmundsson kom fyrstur í mark af Íslendingunum 28 sem hlupu maraþon í Berlín í dag.   Meira »

Vill eldisreglu í fiskeldið

18:36 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, starfandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ætlar að stofna ráðgjafahóp um eldisreglu í fiskeldi sem byggir á sömu hugmynd og aflaregla í sjávarútvegi. Fjórir ráðherrar sátu íbúafund á Ísafirði í dag. Meira »

Löngu orðin hluti af Íslandi

18:36 Jeimmy Andrea Gutiérrez Villanueva vissi ekkert um Ísland þegar hún var spurð að því hvort hún gæti hugsað sér að fara þangað sem flóttamaður. En hún þurfti ekki að hugsa sig lengi um því aðstæður hennar voru ömurlegar og hún sá enga aðra leið en að fara í burtu. Hún hefur búið á Íslandi í 12 ár. Meira »

Ætlar ekki að ganga í annan flokk

18:32 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, segist ekki ætla að ganga í annan flokk, heldur mynda breiðan hóp um að stofna nýja hreyfingu. Þetta sagði hann í sexfréttum RÚV þar sem hann var spurður hvort hann yrði með í Samvinnuflokknum. Meira »

Eftirsjá að fólki sem yfirgefur flokkinn

18:10 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir alltaf eftirsjá af fólki sem kýs að yfirgefa flokkinn og hefur unnið honum gott brautargengi. Meira »

„Eigum fullt erindi í þessa keppni“

17:52 „Við vorum í raun að prufukeyra landsliðið ef svo má segja,“ segir Ragnheiður Héðinsdóttir, viðskiptastjóri matvælaiðnaðar hjá Samtökum iðnaðarins, en íslenska bakaralandsliðið tók um helgina þátt í Norðurlandakeppni í bakstri í Stokkhólmi. Meira »

Fundinum ætlað að „kveikja elda“

17:35 Þessum fundi er ætlað að kveikja elda, sagði Pétur Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps og formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga, við upphaf íbúafundar á Ísafirði í dag. Á fundinum var lögð áhersla á þrjú mál: Raforkuöryggi, samgöngur og sjókvíaeldi en öll eru þau mikið í deiglunni þessa dagana. Meira »

Línur að skýrast hjá VG

17:36 Samþykkt var einróma tillaga stjórnar kjördæmaráðs VG í Norðvesturkjördæmi í dag að stilla upp á lista flokksins í kjördæminu fyrir komandi kosningar. Meira »

Óskar Sigmundi velfarnaðar

16:12 „Það var niðurstaða fundarins að farið yrði í uppstillingu. Það var mikill meirihluti fundarmanna sem vildi það,“ segir Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, um fund kjördæmisráðs flokksins í Norðausturkjördæmi sem lauk fyrir stundu. Meira »

Ekki verið yfirheyrður um helgina

16:10 Erlendur karlmaður á fertugsaldri sem grunaður er um að hafa veitt konu á fimmtugsaldri áverka á Hagamel á fimmtudagskvöld, sem leiddu til dauða hennar, hefur ekki verið yfirheyrður um helgina. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn vill ekki gefa upp hvort játning liggi fyrir í málinu. Meira »

Vestfirðingum gæti fjölgað um 900

15:50 Yrði 25 þúsund tonna laxeldi leyft við Ísafjarðardjúp gæti það skapað 260 ný störf á um áratug og um 150 afleidd störf til viðbótar. KPMG telur að íbúaþróun myndi snúast við og áætlar að fjölga myndi um 900 manns í sveitarfélögunum við Djúp á sama tíma og bein störf ná hámarki. Meira »

Íslendingar í eldlínunni í Barcelona

15:49 Reykjavík er heiðursgestur á listahátíðinni La Merce sem fram fer í Barcelona nú um helgina. Hópur íslenskra listamanna er samankominn í borginni ásamt starfsmönnum menningarsviðs Reykjavíkurborgar. Meira »

Framsókn í Norðaustur stillir upp á lista

14:39 Framsóknarmenn í Norðausturkjördæmi höfnuðu rétt í þessu tillögu stjórnar um að velja frambjóðendur á lista með tvöföldu kjördæmisþingi, líkt og gert verður í Norðvesturkjördæmi, að fram kemur á vef RÚV. Ákveðið var að stilla frekar upp á lista. Meira »

Íbúafundur á Ísafirði í beinni

13:43 Sveitarfélögin á Vestfjörðum boða ásamt Fjórðungssambandi Vestfirðinga og Verkalýðsfélagi Vestfirðinga til borgarafundar í íþróttahúsinu á Ísafirði kl. 14 í dag. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni. Meira »

Sigurður: „Fyrst og fremst dap­ur­legt“

13:18 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir ákvörðun Sigmundar Davíðs forvera síns um að segja sig úr Framsóknarflokknum hafa komið á óvart, en þó ekki algjörlega. Meira »

Stillt upp hjá Sjálfstæðismönnum

14:07 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á ekki von á að prófkjör verði haldin til að ákvarða röðun á framboðslistum flokksins fyrir kosningarnar í næsta mánuði. Þess í stað verði stillt upp á lista. Meira »

Lífið er gott á Nýja-Sjálandi

13:36 Ljósmyndarinn Rúna Lind Kristjónsdóttir flutti ásamt eiginmanni sínum, Arana Kuru, til Nýja-Sjálands árið 2009. Dvölin átti ekki að vera löng en nú átta árum síðar eru þau enn á Nýja-Sjálandi og segist Rúna ekki vera á leiðinni heim. Í það minnsta ekki á næstu árum en hún og maður hennar eru skógarbændur og ásamt því að sjá um heimilis- og fyrirtækjabókhaldið er Rúna alltaf með myndavélina til taks. Meira »

Líf er því miður ekki sama og líf

12:45 Eymundur Eymundsson þjáðist frá unga aldri af miklum kvíða og síðar félagsfælni. Eftir að hann áttaði sig á því hvers kyns var, 38 ára gamall, hefur Eymundur unnið ötullega að því að aðstoða fólk með geðraskanir og sinna forvörnum. Meira »
GLERFILMUR
Glerfilmur, gluggafilmur, sand& sólarfilma. Merkismenn, sími 544- 2030 www.merk...
Nissan Leaf útsala!
Nissan Leaf útsala! 2015 bílar, eknir milli 20 og 35 þús. Nokkrir litir. Allir m...
 
Opinn fundur
Fundir - mannfagnaðir
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfi...
Reikningsskiladagur
Fundir - mannfagnaðir
Reikningsskiladagur FLE Föstudagur...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...