Almenningur fengi reikninginn

Ótollaðir bílar í geymslu. Úr myndasafni.
Ótollaðir bílar í geymslu. Úr myndasafni. Ómar Óskarsson

Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra telur að ef sú leið verði farin að endurgreiða  gengislán aftur í tímann og bjóða lántakendum upp á samningsvexti, jafnvel allt niður í 2-3%, geti það þýtt að styrkja þurfi eiginfjárgrundvöll bankanna með ríkisframlagi. Almenningur fengi því reikninginn.

Gylfi leggur áherslu á að málið sé flókið og viðamikið.

Hæstiréttur skeri úr um álitamál

„Það eru mörg álitamál í þessu efni en hvert þeirra er nú þannig að á endanum þarf Hæstiréttur að skera úr um það. Það hefur verið mitt mat og raunar kom það fram í máli seðlabankastjóra og fleiri að það yrði mjög þungt högg fyrir fjármálakerfið ef það yrði unnið úr þessum málum þannig að einungis samningsvextir væru áfram á þessum gengistryggðu lánum.

Það myndi valda verulegum vandræðum í fjármálakerfinu og gríðarlegum kostnaði fyrir ríkissjóð sem myndi þá falla á skattgreiðendur, fyrir utan að þetta yrði mjög ósanngjörn lausn, bæði frá sjónarhóli lánveitenda og þeirra sem eru með annars konar lán. Þannig að ég held að það sé algerlega ófær leið að samningsvextir standi og ég get ekki ímyndað mér að Hæstiréttur myndi komast að slíkri niðurstöðu. En það er auðvitað eitt af því sem haldið er fram í umræðunni þannig að það þarf að undirbúa sig undir það.“

Mjög lágir vextir

- Hvað eru samningsvextirnir háir?

„Þeir eru mismunandi eftir samningum en það á þá til dæmis við í lánum í jenum og svissneskum frönkum að þeir eru yfirleitt reiknaðir útfrá millibankavöxtum, LIBOR-vöxtum, í þessum löndum, og svo með álagi sem er kannski um 1-2%.

Það eru þá samningsvextirnir í þessum samningum.“

- Eru því þar á ferð vextir allt niður í 2-3%?

„Já. Væntanlega væru allra lægstu tölurnar þannig.“

- Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að ef þetta skref yrði stigið myndi það verða ógn við innlán í bankakerfinu, með því að grafa undan grundvelli bankakerfisins. Ertu sammála því?

„Ég ætla nú ekki að taka alveg undir það en þetta myndi engu að síður fara mjög illa með eigið fé bankanna. Og þó þeir ættu fyrir öllum kröfum og innistæðum að þá myndi þetta fara mjög illa með eigið fé þeirra og það myndi þýða að það þyrfti að leggja þeim til verulegt nýtt eigið fé. Það þyrfti að koma frá ríkinu, allavega frá þeim fjármálastofnunum sem eru í eigu ríkisins. Það gæti þó líka verið að ríkið þyrfti að leggja öðrum fjármálafyrirtækjum fé.“

Allir tækju þátt í kostnaðinum

- Þannig að þeir sem tóku engin gengislán þyrftu þá að greiða hærri skatta til að standa undir þessari eiginfjáraukningu?

„Já, og allir skattgreiðendur í landinu.“

- Hvað með það sjónarmið Péturs H. Blöndals að það þyrfti hugsanlega að skerða lífeyri ef farið yrði út í svona aðgerðir?

„Líklega ekki beint nema menn færu að færa niður lán lífeyrissjóðanna eitthvað líka. Þeir veittu auðvitað engin gengistryggð lán og eru í engri beinni hættu hvað það snertir en væntanlega yrði einhver þrýstingur á, eða aukinn þrýstingur, á að færa niður þannig lán líka, sem myndi þá þýða skertar lífeyrisgreiðslur til allra landsmanna, bæði í nútíð og framtíð.“

Gæti komið til afskrifta

- Þessi umræða vekur augljóslega miklar tilfinningar. Hvað viltu segja við þjóðina á þessum ólgutímum varðandi þá réttlætiskröfu að nú beri að færa niður lán?

„Hún er mjög skiljanleg en ég verð enn og aftur að vekja athygli á því að þetta misgengi lána og launa, sem menn augljóslega standa frammi fyrir, að það var að mínu mati tekið á því með mjög skynsamlegum hætti með greiðslujöfnun.

Hún felur í sér að ef þetta misgengi gengur ekki til baka að fullu, og þar að auki hratt, að þá verði lán afskrifuð. Þannig að í raun er fólgin í því greiðslujöfnun við verulega afskrift lána ef efnahagslífið nær sér ekki aftur á strik. Og auðvitað vonum við að efnahagslífið nái sér á strik og ef að það gerir það að þá er vandinn leystur.“

- Hvernig bregstu við þeim orðrómi að ofangreind leið myndi auka líkur á að bankakerfið kynni að riða til falls með tilheyrandi hættu fyrir innistæður?

„Ég verð nú að lýsa yfir þeirri eindregnu skoðun minni að öll viðfangsefnin eru viðráðanleg. Jafnvel versta hugsanlega niðurstaða frá sjónarhóli bankanna hvað varðar þessi gengitryggðu lán er þannig að bankakerfinu er viðbjargandi en það yrði mjög dýrt.“

Ítrekar að allar innistæður sé tryggðar

- Hvað segirðu við fólk sem á verðtryggðar bankainnistæður og óttast um að þær kunni að hverfa með falli bankanna, áhyggjur sem m.a. hefur borið á í bloggi við nýleg viðtöl um þetta efni?

„Þær munu ekki gera það því að í fyrsta lagi er áhættan ekki svo mikil að bankarnir eigi ekki fyrir öllum kröfum, þar á meðal innistæðum. Þar fyrir utan stendur áfram og mun standa enn um sinn yfirlýsing ríkisstjórnarinnar um að allar innistæður sé tryggðar. Þá á ég við allar innistæður í innlendum innlánsstofnunum, óháð upphæð,“ segir Gylfi Magnússon.

Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra.
Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra. mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Baráttan við bjarnarklóna

14:30 Vinnuhópur á vegum Reykjavíkur vinnur að því að hreinsa bjarnarkló í Laugarnesi. Plöntunni hefur fjölgað mikið síðustu ár og finnst einna helst í einkagörðum. Ef safi úr plöntunni kemst í tæri við húð getur hann valdið slæmum blöðrum og brunasárum. Meira »

Alvarlegt vinnuslys í Keflavík

13:32 Alvarlegt vinnuslys varð í Plastgerð Suðurnesja um hádegið. Maður klemmdist illa í vinnuvél og hefur verið fluttur á slysadeild Landspítalans til aðhlynningar. Þetta staðfesti lögreglan á Suðurnesjum í samtali við mbl.is. Meira »

Björgunarsveitarmenn í háska í Hvítá

13:21 Þrír björgunarsveitarmenn lentu í háska við Bræðratungubrú í Hvítá í dag eftir að bátur þeirra varð vélarvana. Hending réð því að aðrir nærstaddir björgunarsveitarmenn athuguðu með hópinn og sáu þá þrjá björgunarsveitarmenn fasta við net undir Bræðratungubrú. Meira »

Ætla að lagfæra og breikka Gjábakkaveg

13:15 „Það hefur staðið lengi til að gera þetta,“ segir Einar Magnússon, verkefnastjóri hjá Vegagerðinni, þegar hann er inntur eftir því hvort standi til að breikka Gjábakkaveg á Þingvöllum. Rúta fór þar út af veginum á miðvikudag og framkvæmdastjóri rútufyrirtækisins sagði veginn stórhættulegan. Meira »

Berghlaupið skoðað í þrívídd

12:32 Sprungan sem myndast hefur í Litlahöfða á Fjallabaki er um 155 metra löng og er er flatarmál brotsins um 3.800 fermetrar, eða sem nemur hálfum fótboltavelli. Áætlað rúmmál brotsins er á bilinu 160 til 400 þúsund rúmmetrar, en það fer eftir því við hvaða stærð brotsins er miðað. Meira »

Missteig sig og lagðist niður á graseyju

12:12 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu keyrði ölvaða konu heim í nótt sem hafði lagst til hvílu á graseyju við strætóskýli í Kópavogi. Þá handtók hún tvo menn grunaða um akstur undir áhrifum. Meira »

Vill ryðja brautina

11:30 Svo gæti farið að á Íslandi rísi fyrsta verksmiðja heims sem endurvinnur veiðarfæri til fulls. Bretinn Paul Rendle-Barnes skoðar möguleikann á að reisa verksmiðjuna hérlendis en hann segir Ísland ákjósanlegt land fyrir starfsemi af þessum toga. Meira »

Stígamót hreinsuð af ásökunum

11:48 Stígamót hafa verið hreinsuð af ásökunum og Guðrún Jónsdóttir, talskona samtakanna, hefur tekið við því hlutverki að nýju. Guðrún steig til hliðar á meðan úttekt var gerð á vinnuumhverfi Stígamóta, eftir yfirlýsingu níu kvenna um neikvæða reynslu sína af starfi samtakanna. Meira »

Fanginn labbaði í burtu

11:19 Fanginn sem slapp á Akureyri í gær var laus í rúmar 5 klukkustundir og fannst í kvikmyndahúsi. Þegar hann slapp var hann við garðvinnu við lögreglustöðina og gekk í burtu á meðan fangavörðurinn sem var með honum hafði brugðið sér frá. Meira »

Salan aukist frá fyrri stórmótum

11:10 „Treyjusalan hefur aukist mjög, bæði í aðdraganda mótsins og núna þegar það er farið í gang,“ segir Þorvaldur Ólafsson, eigandi Errea á Íslandi, um treyjusölu í kringum Evrópumót kvenna í knattspyrnu. Meira »

Nafn mannsins sem lést í Gullfossi

10:47 Maðurinn sem lést í Gullfossi á miðvikudag og leitað hefur verið að undanfarna tvo daga hét Nika Begades. Hann var 22 ára frá Georgíu, búsettur í Reykjanesbæ og hafði stöðu hælisleitanda hér á landi. Hann var einhleypur og barnlaus. Meira »

Standa saman í blíðu og stríðu

09:50 Emil Atlason, knattspyrnumaður og bróðir Sifjar Atladóttur, er á leiðinni til Hollands og mun styðja stelpurnar það sem eftir lifir móts. Hann segir mikla spennu ríkja innan fjölskyldunnar fyrir mótinu í sumar. Meira »

Vöknuðu við að húsið lék á reiðiskjálfi

09:13 Sóley Kaldal, sem dvelur nú á grísku eyjunni Rhodos, varð vel vör við jarðskjálftann sem varð úti fyrir ströndum Grikklands í nótt. Jarðskjálftinn mældist 6,7 að styrk og kostaði tvo ferðamenn á eyjunni Kos lífið. Meira »

Í toppstandi þrátt fyrir aldur

08:18 „Heyskapurinn gengur mjög vel núna,“ segir Helgi Þór Kárason, bóndi í Skógarhlíð í Reykjahverfi sem er í syðsta hluta Norðurþings, en hann var að dreifa heyi er fréttaritara Morgunblaðsins bar að garði. Meira »

Milljónatjón vegna röskunar ferða

07:57 Röskun á ferðum Herjólfs til Landeyjahafnar á háannatíma veldur ferðaþjónustuaðilum í Vestmannaeyjum miklu tjóni.  Meira »

Sér til sólar á Norðaustur- og Austurlandi

08:31 Hægur vindur verður á landinu í dag, skýjað og þokuloft eða súld fram eftir morgni. Það léttir víða til á Norðaustur- og Austurlandi í dag, en líkur eru þó á stöku síðdegisskúrum. Í öðrum landshlutum er hins vegar talið ólíklegt að sjái til sólar. Meira »

Ingibjörg Sólrún tekin til starfa

08:05 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skrifaði í gær undir samning til þriggja ára sem framkvæmdastjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE. Stofnunin er lítt þekkt almenningi þar sem hún er meira að beita sér gegn aðildarríkjum en ekki opinberlega. Hún tók formlega við stöðunni í gær. Meira »

Tíu vilja stýra Jafnréttisstofu

07:46 Tíu sóttu um embætti framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu á Akureyri sem velferðarráðuneytið auglýsti laust til umsóknar 24. júní síðastliðinn. Meira »
Fjórir stál-stólar - nýtt áklæði. Þessir gömlu góðu
Er með fjóra íslenska gæða stálstóla, nýklædda á 8.500.kr Sími 869-2798 STYKKI...
Ritverkið Reykvíkingar 1-4
til sölu fyrstu fjögur bindin (öll sem hafa komið út) af ritverkinu Reykvíkingar...
Egat Luxe - Ferðanuddstóll á 39.000 Tilvalið í vinnustaðanudd, Borgar stólinn upp á 1 degi
Egat Luxe - Ferðanuddstóll til söluwww.egat.is simi 8626194 egat@egat.is (sv...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Hollvinasamtaka Heilsustofn...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Sun...