Almenningur fengi reikninginn

Ótollaðir bílar í geymslu. Úr myndasafni.
Ótollaðir bílar í geymslu. Úr myndasafni. Ómar Óskarsson

Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra telur að ef sú leið verði farin að endurgreiða  gengislán aftur í tímann og bjóða lántakendum upp á samningsvexti, jafnvel allt niður í 2-3%, geti það þýtt að styrkja þurfi eiginfjárgrundvöll bankanna með ríkisframlagi. Almenningur fengi því reikninginn.

Gylfi leggur áherslu á að málið sé flókið og viðamikið.

Hæstiréttur skeri úr um álitamál

„Það eru mörg álitamál í þessu efni en hvert þeirra er nú þannig að á endanum þarf Hæstiréttur að skera úr um það. Það hefur verið mitt mat og raunar kom það fram í máli seðlabankastjóra og fleiri að það yrði mjög þungt högg fyrir fjármálakerfið ef það yrði unnið úr þessum málum þannig að einungis samningsvextir væru áfram á þessum gengistryggðu lánum.

Það myndi valda verulegum vandræðum í fjármálakerfinu og gríðarlegum kostnaði fyrir ríkissjóð sem myndi þá falla á skattgreiðendur, fyrir utan að þetta yrði mjög ósanngjörn lausn, bæði frá sjónarhóli lánveitenda og þeirra sem eru með annars konar lán. Þannig að ég held að það sé algerlega ófær leið að samningsvextir standi og ég get ekki ímyndað mér að Hæstiréttur myndi komast að slíkri niðurstöðu. En það er auðvitað eitt af því sem haldið er fram í umræðunni þannig að það þarf að undirbúa sig undir það.“

Mjög lágir vextir

- Hvað eru samningsvextirnir háir?

„Þeir eru mismunandi eftir samningum en það á þá til dæmis við í lánum í jenum og svissneskum frönkum að þeir eru yfirleitt reiknaðir útfrá millibankavöxtum, LIBOR-vöxtum, í þessum löndum, og svo með álagi sem er kannski um 1-2%.

Það eru þá samningsvextirnir í þessum samningum.“

- Eru því þar á ferð vextir allt niður í 2-3%?

„Já. Væntanlega væru allra lægstu tölurnar þannig.“

- Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að ef þetta skref yrði stigið myndi það verða ógn við innlán í bankakerfinu, með því að grafa undan grundvelli bankakerfisins. Ertu sammála því?

„Ég ætla nú ekki að taka alveg undir það en þetta myndi engu að síður fara mjög illa með eigið fé bankanna. Og þó þeir ættu fyrir öllum kröfum og innistæðum að þá myndi þetta fara mjög illa með eigið fé þeirra og það myndi þýða að það þyrfti að leggja þeim til verulegt nýtt eigið fé. Það þyrfti að koma frá ríkinu, allavega frá þeim fjármálastofnunum sem eru í eigu ríkisins. Það gæti þó líka verið að ríkið þyrfti að leggja öðrum fjármálafyrirtækjum fé.“

Allir tækju þátt í kostnaðinum

- Þannig að þeir sem tóku engin gengislán þyrftu þá að greiða hærri skatta til að standa undir þessari eiginfjáraukningu?

„Já, og allir skattgreiðendur í landinu.“

- Hvað með það sjónarmið Péturs H. Blöndals að það þyrfti hugsanlega að skerða lífeyri ef farið yrði út í svona aðgerðir?

„Líklega ekki beint nema menn færu að færa niður lán lífeyrissjóðanna eitthvað líka. Þeir veittu auðvitað engin gengistryggð lán og eru í engri beinni hættu hvað það snertir en væntanlega yrði einhver þrýstingur á, eða aukinn þrýstingur, á að færa niður þannig lán líka, sem myndi þá þýða skertar lífeyrisgreiðslur til allra landsmanna, bæði í nútíð og framtíð.“

Gæti komið til afskrifta

- Þessi umræða vekur augljóslega miklar tilfinningar. Hvað viltu segja við þjóðina á þessum ólgutímum varðandi þá réttlætiskröfu að nú beri að færa niður lán?

„Hún er mjög skiljanleg en ég verð enn og aftur að vekja athygli á því að þetta misgengi lána og launa, sem menn augljóslega standa frammi fyrir, að það var að mínu mati tekið á því með mjög skynsamlegum hætti með greiðslujöfnun.

Hún felur í sér að ef þetta misgengi gengur ekki til baka að fullu, og þar að auki hratt, að þá verði lán afskrifuð. Þannig að í raun er fólgin í því greiðslujöfnun við verulega afskrift lána ef efnahagslífið nær sér ekki aftur á strik. Og auðvitað vonum við að efnahagslífið nái sér á strik og ef að það gerir það að þá er vandinn leystur.“

- Hvernig bregstu við þeim orðrómi að ofangreind leið myndi auka líkur á að bankakerfið kynni að riða til falls með tilheyrandi hættu fyrir innistæður?

„Ég verð nú að lýsa yfir þeirri eindregnu skoðun minni að öll viðfangsefnin eru viðráðanleg. Jafnvel versta hugsanlega niðurstaða frá sjónarhóli bankanna hvað varðar þessi gengitryggðu lán er þannig að bankakerfinu er viðbjargandi en það yrði mjög dýrt.“

Ítrekar að allar innistæður sé tryggðar

- Hvað segirðu við fólk sem á verðtryggðar bankainnistæður og óttast um að þær kunni að hverfa með falli bankanna, áhyggjur sem m.a. hefur borið á í bloggi við nýleg viðtöl um þetta efni?

„Þær munu ekki gera það því að í fyrsta lagi er áhættan ekki svo mikil að bankarnir eigi ekki fyrir öllum kröfum, þar á meðal innistæðum. Þar fyrir utan stendur áfram og mun standa enn um sinn yfirlýsing ríkisstjórnarinnar um að allar innistæður sé tryggðar. Þá á ég við allar innistæður í innlendum innlánsstofnunum, óháð upphæð,“ segir Gylfi Magnússon.

Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra.
Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra. mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Fastagestirnir eru óþreyjufullir

14:58 „Það er pressa það eru náttúrulega margir búnir að nota innilaugina daglega í tugi ára,“ segir Logi Sigurfinnsson, forstöðumaður Sundhallarinnar í Reykjavík, en laugin hefur verið lokuð frá því í júní og því hafa fastagestir þurft að leita annað á meðan. Meira »

Fær 15 daga til að yfirgefa landið

14:48 Kærunefnd útlendingamála hefur staðfest ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja Chuong Le Bui, kokkanema frá Víetnam, um dvalarleyfi hér á landi. Henni hafa verið gefnir fimmtán dagar til að yfirgefa landið. Meira »

„Norðrið dregur sífellt fleiri að“

13:42 Meðal þess sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fór yfir í ræðu sinni á Hringborði norðurslóða, sem hófst í Edinborg í Skotlandi í dag, voru þær breytingar sem orðið hafa í norðrinu á undanliðnum áratugum og orðið til bættra lífshátta og aukinnar velmegunar. Meira »

Hlaut minniháttar meiðsl eftir bílveltu

13:00 Bílvelta varð á Hafnavegi í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í gær. Ökumaðurinn missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún fór nokkrar veltur utan vegar. Maðurinn slapp með lítil meiðsl en var fluttur með sjúkrabifreið undir læknishendur. Meira »

Þrír fluttir á Landspítalann

12:36 Þrír voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar af vettvangi eftir umferðarslyss á Biskupstungnabraut. Einn þeirra er alvarlega slasaður. Lögreglan á Suðurlandi stýrir umferð um Biskupstungnabraut en veginum var lokað tímabundið vegna slyssins. Meira »

Þyrfti ákafa jarðskjálftahrinu til

11:58 „Það eru ekki sjáanlegar neinar breytingar í dag miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir. Ég hef að vísu ekki fengið neinar fréttir af Kvíá í morgun. Hvort ennþá renni vatn niður í hana. Það er eitt af því sem við getum fylgst með að staðaldri,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur. Meira »

Öflug vöktun vegna óhreinsaðs skólps

11:46 Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur mun vakta strandlengjuna við og í nágrenni Faxaskjóls oftar en ella meðan á viðgerð Veitna stendur í skólpdælustöðinni Faxaskjóli dagana 20. til 27. nóvember samkvæmt áætlun. Niðurstöður mælinga eru birtar á vef Heilbrigðiseftirlitsins eftir því sem þær berast. Meira »

Tvær hrunskýrslur í janúar

11:57 Tvær skýrslur sem tengjast beint hruni íslenska fjármálakerfisins fyrir rúmlega níu árum síðan verða birtar í janúar. Er önnur skýrslan um veitingu þrautavaraláns Seðlabankans til Kaupþings rétt fyrir hrun bankans og hin skýrslan um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins. Meira »

Leit ekki út fyrir að vera alvarlegt

11:45 Fólkið sem lenti í rútuslysinu við Lýsuhól á Snæfellsnesi í gær leit ekki út fyrir að vera alvarlega slasað á vettvangi, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vesturlandi. Þrír voru engu að síður fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi. Meira »

UNICEF verðlaunar skóla í tilefni dagsins

11:43 Í tilefni alþjóðlegs dags barna sem er haldinn hátíðlegur um allan heim fengu fyrstu réttindaskólar UNICEF á Íslandi viðurkenningu, en það eru Flataskóli í Garðabæ og Laugarnesskóli í Reykjavík ásamt frístundaheimilunum Laugaseli og Krakkakoti. Meira »

Alvarlegt slys á Biskupstungnabraut

11:42 Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi er Biskupstungnabrautin lokuð við Sogið vegna umferðarslyss. Ekki vita að hversu lengi lokunin varir. Þyrla Landhelgisgæslunnar var að koma á slysstað. Meira »

Sólarljós hefur skaðleg áhrif á snuð

11:18 Skoðun Neytendastofu á snuðum fyrir börn hefur leitt í ljós að hérlendis hafa verið til sölu vörur sem hafa ekki verið í lagi og jafnvel hættulegar börnum. Skoðuð voru yfir 900 snuð af 74 tegundum. Kom í ljós að 27% af snuðunum voru ekki allar merkingar í lagi. Meira »

„Betra að vanda sig í upphafi“

10:56 „Við erum að vanda okkur, þetta skiptir máli. Við ætlum að láta þetta standa út kjörtímabilið og þá er betra að vanda sig í upphafi,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, fyrir fund sinn með formönnum Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins í ráðherrabústaðnum í morgun. Meira »

Baldur bilaður og ferðir falla niður

10:43 Vegna bilunar í aðalvél farþegaferjunnar Baldurs hafa allar ferðir hennar milli Stykkishólms og Brjánslækjar með viðkomu í Flatey verið felldar niður. Meira »

Flugnámsbraut í boði í fyrsta sinn

10:34 Fyrsti hópur nemenda á flugnámsbraut Icelandair hóf nám í Flugakademíu Keilis 17. nóvember en alls voru innritaðir 26 nýnemar og þar af 20 á flugnámsbrautina. Þetta er fjórði bekkurinn sem hefur samtvinnað atvinnuflugmannsnám hjá Keili á þessu ári og í frysta sinn sem skiptið sem boðið er upp á nám á flugnámsbraut hér á landi. Meira »

300 manns gáfu íslenskum börnum föt

10:48 Tæplega 300 manns komu og gáfu föt í árlega fatasöfnun ungmennaráðs Barnaheilla sem fór fram í gær, í tilefni af degi mannréttinda og afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Söfnunin gekk vonum framan og tókst að fylla 20 rúmmetra sendiferðabíl af fötum og gott betur en það. Meira »

„Ætluðum að vera komin lengra“

10:35 „Þetta er verk sem tekur nokkra daga, kannski aðeins lengri tíma en við höfðum gert ráð fyrir en það hefur ekkert komið upp á sem veldur manni áhyggjum. Þetta er bara þannig að allir vilja vanda sig,“ sagði Bjarni Benediktsson fyrir fund sinn með formönnum VG og Framsóknarflokksins í ráðherrabústaðnum í morgun. Meira »

Þurfa að finna lendingu í mörgum málum

10:18 Formenn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sitja nú á fundi í ráðherrabústaðnum þar sem þau reyna að mynda nýja ríkisstjórn. „Það liggur fyrir fyrirfram að hér eru þrír ólíkir flokkar og það eru mörg mál sem þarf að finna lendingu í,“ sagði Katrín Jakobsdóttir fyrir fundinn. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Skrifstofuhúsnæði - hagstætt leiguverð.
Til leigu er 197 ferm. skrifstofuhúsnæði við Bíldshöfða. Skiptist í móttöku, fim...
Renault Megane 2007
Renault Megane 20007 - ekinn um 96.000 km, vel við haldið, skoðaður 2017, næsta ...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar gerðir, oftast afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Sími 848 3215...
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og gö...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...