Samningsvextir haldist ekki

„Við lifum á áhugaverðum tímum," sagði Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra þegar hann hóf munnlega skýrslu sína um áhrif þess að Hæstiréttur hefur dæmt gengistryggingu lána í krónum ólöglega.

„Þessi dómur hann bæði leysir vandamál og gæti hugsanlega búið til vandamál og við honum þarf að bregðast," sagði Gylfi. Sagði hann að leitað hefði verið leiða til að taka á þeim vanda sem lánin hefðu skapað eftir fall krónunnar.

Framkvæmdavaldið hefði reynt að ná samningum við eignaleigufyrirtæki og löggjafinn hefði verið langt kominn með að setja lög til að taka á vandanum. Þá hefði Hæstiréttur stigið inn á sviðið og úrskurðað gengistrygginguna ólögmæta. Það gerbreyti stöðunni svo eftirstöðvar lánanna lækki að jafnaði um meira en helming.

„Það eru vitaskuld afar gleðilegar fréttir," sagði Gylfi. „Nánast öll þjóðin hlýtur að fagna því að vandi þessara fjölskyldna hefur verið leystur með þessum hætti."

Ekki hægt að stinga höfðinu í sandinn

En Gylfi sá einnig blikur á lofti. „Í hnotskurn má kannski segja að fjármálakerfið sem við komum á laggirnar 2008 hafi verið undir það búið, að ekki væri hægt að innheimta lán sem þessi að fullu. Fyrir því var í raun aldrei gert ráð. En fjármálakerfið var ekki undir það búið að fyrir utan að gengistryggingin sem slík væri dæmd ólögmæt, þá væru lögin túlkuð þannig að hinir erlendu vextir skyldu standa á þessum lánum," sagði hann.

Eðlilegir innlendir vextir, sem eins og flestir vita eru talsvert hærri, væru þau kjör sem gert hefði verið ráð fyrir í þessu samhengi, þegar nýja bankakerfið var sett á fót. Sagði hann að það væri eitthvað sem ekki væri hægt að stinga höfðinu í sandinn vegna eða horfa framhjá.

Sagði hann að mönnum væri sannarlega mishlýtt til fjármálakerfisins. „En högg af þeirri stærðargráðu sem gæti orðið ef allt færi á versta veg, frá sjónarhóli lánveitenda, mun óhjákvæmilega lenda á öðrum, þar á meðal ríkissjóði og þar með skattgreiðendum og notendum opinberrar þjónustu."

Hann spurði sig einnig hvernig þetta hefði getað gerst. Að lög væru ekki virt árum saman og allir hafi horft framhjá því.

Fagnar sanngjörnum dómi heilshugar

Hins vegar lagði hann áherslu á að Hæstiréttur væri í dómum sínum að dæma eftir formi, en ekki á grundvelli réttlætissjónarmiða. Lán sem veitt væru í krónum með erlendri gengistryggingu væru enda hvorki hættulegri né verri en önnur erlend lán, sem veitt væru í erlendri mynt.

Ákvæðið sem bannar þessa tilteknu gengistryggingu hefði heldur ekki verið sett inn í lögin á sínum tíma vegna neinna neytendaverndarsjónarmiða. „Því verður að spyrja hvers vegna þetta var sett inn í lögin og hvort þetta eigi að vera svona áfram. Þetta er eitt af því sem Alþingi hlýtur að taka til skoðunar fyrr eða síðar," sagði Gylfi.

„En þó má auðvitað benda á að þó Hæstiréttur hafi ekki fellt þennan dóm með sanngirnisrökum, þá eru margir, þar á meðal sá sem hér stendur, sem telja að þá hafi þessi niðurstaða í sjálfu sér ekki verið neitt ósanngjörn. Því ber að fagna og ég geri það heilshugar," sagði Gylfi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Drangey komin til heimahafnar

10:55 Mikill mannfjöldi fagnaði hinu nýja og glæsilega skipi Drangey SK 2, í eigu FISK Seafood, er það sigldi til heimahafnar í gær. Jón Edvald Friðriksson, framkvæmdastjóri félagsins, flutti ávarp og bauð skipið velkomið og sérstaklega skipstjórann Snorra Snorrason og áhöfn hans, en nokkrir áratugir eru síðan Skagfirðingar tóku síðast á móti nýju skipi. Meira »

Flestir inni fyrir kynferðis- og fíkniefnabrot

10:30 Alls eru nú 152 fangar í afplánun hér á landi. Samkvæmt tölum frá Fangelsismálastofnun afplána flestir fangar dóma fyrir fíkniefnabrot og næst flestir fyrir kynferðisafbrot. Meira »

„Fólk sefur bara hérna á gólfunum“

09:29 „Við erum bara hérna enn á flugvellinum og ekkert að frétta,“ segir Erna Karen Stefánsdóttir í samtali við mbl.is en hún er stödd ásamt fjölskyldu sinni á Tenerife en 18 klukkustundir eru síðan þau ásamt fjölda annarra farþega áttu að fljúga heim með flugfélaginu Primera Air. Meira »

Frost í jörðu í innsveitum

09:06 Frost var í jörðu sums staðar í innsveitum í nótt samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Þó var það aðeins lítillega og frostið mest -0,9% stig í Húsafelli í Borgarfirði. Á Þingvöllum fór hitinn niður í frostmark. Meira »

Reykur út frá eldamennsku

07:44 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um klukkan sjö í morgun um reyk í íbúð við Tryggvagötu í Reykjavík.  Meira »

Voru á annað hundrað þúsund

07:28 Menningarnótt 2017 lauk seint í gærkvöldi með glæsilegri flugeldasýningu sem tónlistarmaðurinn Helgi Björns taldi niður í en niðurtalningin fór fram á glerhjúpi tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu. Hátíðin þótti takast afar vel og tók mikið fjölmenni þátt í henni eða á annað hundrað þúsund manns. Meira »

Staðið verður við búvörusamninginn

Í gær, 21:06 Stjórnvöld hafa ekki annað í hyggju en að standa við búvörusamninginn sem samþykktur var á Alþingi síðasta haust. Þetta hefur Ríkisútvarpið eftir Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra. Mikilvægt sé hins vegar að finna lausn til framtíðar á vanda sauðfjárbænda. Meira »

Beindi byssu að fólki í bifreið

Í gær, 22:10 Fjórir karlmenn voru handteknir síðastliðna nótt og í dag vegna atviks sem átti sér stað í gærkvöldi fyrir utan veitingastað í Hafnarfirði. Þar steig einn mannanna út úr bifreið og ógnaði að sögn vitna fólki í annarri bifreið með skotvopni. Meira »

Tvær deildir á tveimur árum

Í gær, 20:10 „Við spilum með hjartanu og hver fyrir annan,“ segir Jóhannes Helgason, einn liðsmanna meistaraflokks Gnúpverja í körfuknattleik, um ótrúlegan uppgang liðsins undanfarin tvö ár. Meira »

Fjórir fá 20 milljónir hver

Í gær, 19:47 Fyrsti vinningur lottósins gekk út í kvöld en hann var samtals rúmar 80 milljónir króna. Fjórir skipta honum með sér og fær því hver um sig rúmar 20 milljónir í sinn hlut. Meira »

Stemning í miðbænum - myndir

Í gær, 19:12 Mikil stemning hefur ríkt í miðbæ Reykjavíkur í dag, þar sem Menningarnótt fer fram í blíðskaparveðri. Hátíðin er allsherjar tónlistar- og menningarveisla, og fjölmargir viðburðir fara fram í allan dag. Meira »

Kerfisbreytingar lagðar til hliðar

Í gær, 18:52 „Manni virðist þessi ríkisstjórn í raun og veru snúast fyrst og fremst um að viðhalda ákveðinni hægrisinnaðri efnahagsstjórn, sveltistefnu í garð almannaþjónustu og skattabreytingum sem eru ekki til þess að auka jöfnuð heldur þvert á móti,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. Lítið bóli á þeim kerfisbreytingum sem Viðreisn og Björt framtíð hafi boðað. Meira »

Vel heppnuðu Reykjavíkurmaraþoni lokið

Í gær, 18:38 Vel heppnuðu Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, sem haldið var í 34. sinn í dag, er nú lokið. Rúmlega fjórtán þúsund manns tóku þátt í fimm vegalengdum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Meira »

Herramenn flytja úr sögulegu húsnæði

Í gær, 17:40 Þau sögulegu tíðinda verða í vetur að rakarastofan Herramenn í Kópavoginum flyst úr húsnæðinu sem hefur hýst stofuna frá fyrsta degi, en í húsinu hafa Kópavogsbúar, og aðrir, látið klippa sig í yfir hálfa öld en stofan er gegnt bæjarstjórnarskrifstofum Kópavogsbæjar að Neðstutröð 8 við Fannborg. Meira »

Margir heimsóttu forsetahjónin í dag myndasyrpa

Í gær, 17:05 Opið hús var á Bessastöðum í dag milli 12 og 16 og gátu gestir skoðað Bessastaðastofu, elsta húsið, móttökusal, fornleifakjallara og hitt sjálf forsetahjónin. Meira »

Mála stíginn rauðan

Í gær, 18:15 Í Sjálandshverfi í Garðabæ hafa nokkrir kaflar á göngu- og hjólastíg hverfisins verið málaðir rauðir. Svokölluðum hvinröndum verður komið fyrir á rauðu köflunum á næstunni en það eru litlar rákir í gangstéttinni Meira »

Hugmyndir um nýtt nafn ekki nýjar

Í gær, 17:13 Hugmyndir um að Samfylkingin skipti um nafn eru ekki nýjar af nálinni enda hafa slíkar vangaveltur reglulega komið fram frá því að flokkurinn var stofnaður í kringum síðustu aldamót. Hins vegar hafa þær færst talsvert í aukana hin síðari ár. Meira »

Dansmaraþon á Klapparstíg

Í gær, 15:50 Klukkan 17:00 í dag hefst bein útsending á mbl.is frá karnivali á Klapparstíg. Munu margir listamenn stíga á stokk og dansmaraþon eiga sér stað. Meira »
Harðviður til Húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Fágæt tímarit til sölu, Birtingur, Jökull, Líf og list o.fl.
til sölu nokkur fágæt tímarit, Jökull, tímarit jöklarannsóknarfélagsins 1-47 á...
Stofuskápur úr furu til sölu.
Skápur úr furu ,hentar vel í sumarbústaðinn 9000 þúsund kr., hæð 200 cm, breidd...
Heildarlausn á viðhaldi bílastæða
Frá því 1988 hafa BS verktakar boðið heildarlausnir á viðhaldi bílastæða og umhv...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...