Ræddi drekasvæðið í Kína

Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra
Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra mbl.is/Jim Smart

Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, ræddi um rannsóknir tegndar mögulegri olíuvinnslu á drekasvæðinu við varaforseta kínverska olíurisans SINOPEC Group þegar hún var stödd í Kína fyrr í mánuðinum.

Katrín og Yaocang áttu fund um hitaveitumál og jarðvarmanýtingu í Kína en SINOPEC Group hefur verið í samstarfi við Geysi Green Energy um uppbyggingu hitaveitna í Kína og var nýlega undirritaður samningur um stofnun íslensk-kínversks jarðhitafélags í Peking.

Einnig nefndi iðnaðarráðherra önnur þróunarverkefni á borð við djúpborunarverkefnið og rannsóknir tengdar mögulegri olíuvinnslu á drekasvæðinu, segir í fréttatilkynningu frá iðnaðarráðuneytinu.

Yaocang vísaði til langrar reynslu SINOPEC af jarðfræðirannsóknum og borunum á miklu dýpi í tengslum við olíuiðnað og lýsti áhuga á að fylgjast með djúpborunarverkefninu.

Þá mun olíurannsóknarmiðstöð SINOPEC gera forkönnun á fyrirliggjandi göngum um drekasvæðið, að beiðni Yaocang.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert