Eini umsækjandinn ekki ráðinn

Einar Rafn Haraldsson, forstjóri HSA
Einar Rafn Haraldsson, forstjóri HSA

Hannes Sigmarsson, fyrrverandi yfirlæknir við Heilbrigðisstofnun Austurlands, var eini umsækjandi um lausa stöðu læknis við stofnunina en verður ekki ráðinn. Þetta kom fram í kvöldfréttum Sjónvarps.

Forstjóri HSA útilokar að Hannes, sem var sagt upp störfum 1. janúar sl., verði endurráðinn og segir að starfið verði auglýst aftur síðar.

Hannesi var sagt upp vegna ítrekaðra brota í starfi, m.a. að hafa skrifað út ranga reikninga. Ríkisendurskoðun og Landlæknir staðfestu síðar brotin.

Einar Rafn Haraldsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands, sagði í samtali við RÚV að eftir að Hannes hafi mætt í starfsviðtal hafi verið ljóst að forsendur hafi ekki breyst og hann því ekki ráðinn í starfið, þrátt fyrir að vera eini umsækjandinn.

Einar sagði jafnframt að ekki stæði til að endurskoða uppsögn Hannesar. Þá hafi Hannes hvorki kært úrskurðinn né gert upp skuldir sínar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert