Vilja ekki hækka fasteignagjöld

Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík óskuðu á fundi borgarráðs í dag eftir nákvæmum upplýsingum um áhrif breytinga fasteignamats á borgarsjóð. Fram kemur í tilkynningu frá flokknum, að fulltrúarnir hafi ítrekað mikilvægi þess að mæta breytingunni ekki með auknum álögum á borgarbúa, heldur með hagræðingu, áframhaldandi aðhaldi og árangri í rekstri.

Haft er eftir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, að síðasti ársreikningur borgarinnar hafi staðfest góðan rekstur sem skilaði mun betri árangri en spáð var.

,,Þessa stöðu verður að nýta í þágu borgarbúa sem við þessar aðstæður geta ekki greitt hærri skatta. Öll vinna borgarstjórnar undanfarin misseri hefur miðast við að standa með borgarbúum og mikilvægt er að ekki verði tekið öðruvísi á málum enda ekki ástæða til," segir Hanna Birna í tilkynningunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert