Vel gengur að binda jarðveg við strendur Hálslóns

Horft yfir Hálslón.
Horft yfir Hálslón. mbl.is/RAX

Tilraunir með bindingu jarðvegs við Hálslón fara nú fram við strandlengju lónsins. Jarðvegsbinding er hluti af samfelldum aðgerðum Landsvirkjunar til þess að koma í veg fyrir áfok úr Hálslóni.

Fram kemur á vef Landsvirkjunar að jarðvegsbindingu á austurströnd lónsins hafi lokið nú í vikunni. Á næstu dögum fari fram jarðvegsbinding á vesturströnd lónsins. Verkið sé unnið í samstarfi við Landgræðslu ríkisins og ýmsa sérfræðinga á sviði jarð- og verkfræði.

Þá segir að  sumar hafi jarðvegur verið bundinn á um 150 hektara svæði við Hálslón með sérstökum jarðvegsbindiefnum. Stærsta samfellda svæðið á austurströnd lónsins þar sem jarðvegur hafi verið bundinn sé frá Desjarstíflu og að Lindalæk. Einnig hafi jarðvegur verið bundin á nokkrum  smærri svæðum á ströndinni á Hálsi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert