Lögðu til „nýja nálgun“

Á fundi útgerðarmanna, Samtaka fiskvinnslustöðva og Samtaka atvinnulífsins með Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra og Jóni Bjarnasyni sjávarútvegsráðherra fyrir rúmri viku kom fram „ný nálgun“ á fiskveiðistjórnun sem varð til þess að LÍÚ og Samtök fiskvinnslustöðva sættust á að ganga á ný til fundar við svonefnda sáttanefnd í sjávarútvegi.

Fundur var haldinn í nefndinni í fyrradag og annar fundur verður í dag. Útgerðarmenn hafa ekki mætt á þessa fundi síðan skötuselsfrumvarpið var lagt fram á Alþingi í fyrra. Að sögn formanns nefndarinnar er stefnt að því að skila tillögum til ráðherra í júlímánuði, en fjallað er nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert