Göngubrýr á hjólum yfir Krossá

Hjólabrýrnar má flytja til eftir því sem farvegur Krossár breytist.
Hjólabrýrnar má flytja til eftir því sem farvegur Krossár breytist. mbl.is

Útivist hefur sett upp nýjar göngubrýr á Krossá á Þórsmerkursvæðinu.  Brýrnar eiga að leysa úr brýnni þörf hjá göngufólki sem þarf að komast milli Goðalands og Þórsmerkur, en síðustu ár hafa göngumenn þurft að vaða eina eða fleiri kvíslar Krossár til að komast þar á milli. 

Fyrir er göngubrú undir Valahnjúki, en jökulsár eins og Krossá breyta gjarnan farvegi sínum og síðustu ár hefur áin að að mestum hluta runnið framhjá brúnni. Með þessum nýju göngubrúm leysist sá vandi því brýrnar eru á hjólum og er því hægt að færa þær til eftir því sem áin breytir sér. 

Brýrnar eru staðsettar á Krossáraurum gegnt Básum á Goðalandi og Stóraenda í Þórsmörk og nýtast fyrir fjölmargar gönguleiðir á svæðinu.  Má þar nefna Fimmvörðuháls yfir í Langadal og Húsadal, Laugaveg yfir í Bása, út Básum inn að Krossárjökli, Rjúpnafell og aðrar leiðir í Þórsmörk, úr Langadal og Húsadal í Goðaland og að gosstöðvunum á Fimmvörðuhálsi. 

Askan að hverfa ofan í skóglendið

Að sögn Skúla H. Skúlasonar hjá Útivist er minna um ferðamenn í Þórsmörk nú en undanfarin ár. „Það eru áhrif sem við finnum af gosinu,“ segir hann. Lítið sé hins vegar um öskufjúk inni í Básum og askan komin langt með að hverfa ofan í skógarbotninn á grónari svæðum. „Við verðum ekki mikið vör við öskufjúk inni í Básum. Á leiðinni inn eftir og þá sérstaklega á svæðinu í kringum Gígjökulinn er hins vegar talsverð aska og þegar hreyfir vind þá getur verið talsvert fjúk þar. En þegar menn koma innundir Stakkholtsgjá þá keyrir fólk yfirleitt út úr þessu.“

Í Básum. Askan er komin langleiðina með að hverfa ofan …
Í Básum. Askan er komin langleiðina með að hverfa ofan í skógarbotninn.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert