Skaflinn í Esjunni er að hverfa tíunda árið í röð

Snjóskaflinn í Gunnlaugsskarði.
Snjóskaflinn í Gunnlaugsskarði. mbl.is/Brynjar Gauti

Aðeins tveir litlir skaflar eru eftir í Gunnlaugsskarði í Esjunni og býst Páll Bergþórsson, fyrrv. veðurstofustjóri, við því að skaflinn verði farinn fyrir dagslok.

Snjórinn í Esjunni hverfur óvenju snemma í ár, en Páll segist aðeins vita um eitt skipti þar sem hann hvarf fyrr. Allt bendir til þess að þetta verði því tíunda árið í röð sem það er snjólaust í Esjunni og er það í fyrsta skipti sem það gerist.

Páll segir þennan áratug vera hlýjastan frá því að mælingar hófust.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert