Makríll bjargar sumrinu

Makríll.
Makríll.

Búið er að landa ríflega þriðjungi þess makríls sem heimilað verður að veiða á þessu ári. Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu var um helgina búið að landa 43.500 tonnum af makríl og síðan þá hafa nokkur skip komið inn til hafnar.

Veiðarnar ganga vel og makríllinn veiðist úti fyrir öllu sunnan- og austanverðu landinu.

Útgerðarmenn vilja reyna að veiða makrílinn fram í september og fá að geyma aflaheimildir á milli ára ef það tekst ekki nógu vel. Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra er hins vegar ekki á því og vísar í samkomulag um að vinna sem mest af makrílnum til manneldis. Hann vill að heildarmagnið verði allt veitt í ár, öll 130.000 tonnin.

Í ár er engin sumarlokun hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað í fyrsta sinn síðan árið 2007. Makríllinn hefur þannig bjargað sumrinu hjá mörgum. Þangað hafa verið ráðnir hátt í þrjátíu sumarstarfsmenn og gefur sumarvinnan í makrílnum fimm til sex hundruð þúsund krónur á mánuði, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka