Jóhanna: Lagasetning hefur ekki komið til tals

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra mbl.is/Árni Sæberg

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði  fyrir ríkisstjórnarfund nú síðdegis, að lagasetning í tilefni af Lýsingardómnum í morgun hefði ekki komið til tals og að hún teldi niðurstöðu héraðsdóms á margan hátt rökrétta.

Jóhanna sagði þetta í samtali við blaðamenn rétt áður en hún hvarf inn á fund ríkisstjórnar. 

Gylfi Magnússon sagði að fundurinn væri ekki haldinn í beinu framhaldi af Lýsingardómnum heldur ætti að ræða myntkörfulánin í heild sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert