Danski herinn þurfti að bjarga Gæslunni

Georg Kr. Lárusson.
Georg Kr. Lárusson. mbl.is

Um helgina komu upp fjögur atvik þar sem kallað var eftir þyrlu Landhelgisgæslu Íslands. Tveimur þeirra hefði ekki verið hægt að sinna nema fyrir þær sakir, að danska varðskipið Vædderen var á siglingu við landið.

Einungis ein þyrluáhöfn var tiltæk hjá Gæslunni og þurfti hún meðal annars að fara í útkall áður en fullum hvíldartíma var lokið.

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Gæslunnar, segir vel hugsanlegt að mannslífum yrði stofnað í hættu ef mikil óhappatíð færi í hönd. Og hann sér ekki fram á breytingar á næstu vikum, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert