Hafa lagt hald á 250 grömm af fíkniefnum

Þjóðhátíðargestir koma sér fyrir í brekkunni í Herjólfsdal.
Þjóðhátíðargestir koma sér fyrir í brekkunni í Herjólfsdal.

Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur lagt hald á 250 grömm af fíkniefnum á þjóðhátíðinni það sem af er.  Um er að ræða 135 grömm af amfetamíni og 20 grömm af kókaíni. Samtals eru fíkniefnamál á hátíðinni orðin 32.

Við leit á manni á þrítugsaldri sem var að fara inní Herjólfsdal fundust 42 grömm af amfetamíni.  Hann var handtekinn og færður til skýrslutöku. Hann viðurkenndi að eiga efnin og sagði þau ætluð til sölu á hátíðarsvæðinu.

Um kvöldmatarleitið í gær var gerð húsleit hjá fólki sem höfðu leigt hús yfir hátíðina. Þar fundust um 10 grömm af kókaíni. Einn viðurkenndi að eiga efnin. 

Alls hafa 11 líkamsárásir komið til kasta lögreglunnar en tveir men gistu fangageymslu í morgun vegna líkamsárása.  Skýrslutökur yfir þeim fara fram í dag. Lögreglan segir að flestar þessar árásir séu minniháttar. 

Lögreglan segir, að 1250 manns eigi bókað far til Eyja með Herjólfi í dag og á annað hundrað manns með flugi. Það megi því búast við að mikill fjöldi verði á brekkusöngnum í kvöld og ekki sé fjarri lagi að áætla að um sautján þúsund manns muni taka undir með Árna Johnsen.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert