Undirbýr stjórnlagaþing

Alþingi samþykkti í vor lög um stjórnlagaþing.
Alþingi samþykkti í vor lög um stjórnlagaþing. Árni Sæberg

 Undirbúningsnefnd stjórnlagaþings hefur ráðið Þorstein Fr. Sigurðsson rekstrarhagfræðing sem framkvæmdastjóra undirbúningsnefndar stjórnlagaþings. Þorsteinn hefur þegar hafið störf.

Þorsteinn var í 16 ár framkvæmdastjóri Bandalags íslenskra skáta. Þorsteinn hefur tvöfalda B.A. gráðu í viðskiptafræðum frá Memphis-háskóla í Memphis í Bandaríkjunum, MIM/MBA gráðu frá Thunderbird – School of Global Management í Phoenix í Bandaríkjunum og meistaragráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík.


        Framkvæmdastjóri undirbúningsnefndar stjórnlagaþings starfar í umboði nefndarinnar að þeim verkefnum sem nefndinni eru falin.  Nefndinni er ætlað að undirbúa stofnun og starfsemi stjórnlagaþingsins, sem kemur saman 15. febrúar 2011,  ásamt því að vinna að undirbúningi fyrir þjóðfund  sem haldinn verður til undirbúnings fyrir stjórnlagaþingið. Þá er undirbúningsnefndinni ætlað að undirbúa kynningu á starfsemi stjórnlagaþingsins og setja upp vefsíðu þess, útvega húsnæði og undirbúa ráðningu starfsmanna þingsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka