Telur Bjarnveigu vera hæfa

Orkuver HS Orku.
Orkuver HS Orku.

Bjarnveig Eiríksdóttir, lögfræðingur, er hæf til að sitja í nefnd sem fjallar um kaup Magma Energy á HS Orku, samkvæmt áliti Trausta Fannars Valssonar, lektors í stjórnsýslufræðum við Háskóla Íslands. Þetta kemur fram í vefritinu Smugunni.is.

Bjarnveig tjáði sig í júlí í fréttum Ríkisútvarpsins um kaup Magma Energy Sweaden á HS Orku. Forsætisráðuneytið bar það undir Trausta í gær hvort  ummæli Bjarnveigar kynnu að hafa valdið vanhæfi hennar.

Fram kemur í Smugunni að Trausti lýsi því áliti að til að ummæli sem starfsmaður láti falla, áður en mál sé til lykta leitt, valdi vanhæfi hans til meðferðar viðkomandi máls þurfi þau að lýsa tiltölulega eindreginni afstöðu hans til niðurstöðu málsins.

Forsætisráðherra ákvað að staðfesta ekki setu Sveins Margeirssonar í nefndinni eftir að Trausti Valsson hafði komist að þeirri niðurstöðu, að hann væri vanhæfur í skilningi stjórnsýslulaga. Ekki verður skipaður annar maður í nefndina í stað Sveins.

Smugan.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert