Yfirheyrslu lokið

Sigurður Einarsson mætir í yfirheyrslu hjá Sérstökum saksóknara á Laugavegi …
Sigurður Einarsson mætir í yfirheyrslu hjá Sérstökum saksóknara á Laugavegi 166 Ernir Eyjólfsson

Yfirheyrslum sérstaks saksóknara yfir Sigurði Einarssyni lauk á þriðja tímanum í dag. „Það var farið yfir öll þessi mál sem um ræðir og búið að yfirheyra hann í málinu. Sú rannsóknaraðgerð er frá,“ segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari í samtali við Morgunblaðið.

Sigurður er því frjáls ferða sinna en Ólafur kvaðst ekki vita hvort hann snúi strax aftur til Englands. „Hann er ekki í haldi og hann er ekki handtekinn, svo það er alfarið hans. Það er búið að ná þessum áfanga sem okkur vantaði að ná inn í þessa rannsókn. Að klára að taka af honum þessa skýrslu og það er nú frá,“ segr Ólafur.

Ólafur segir Sigurð hafa fært embættinu upplýsingar sem hjálpi því við að upplýsa málið. „Auðvitað upplýsist málið almennt séð eftir því sem rannsókn vindur fram.“

Ólafur kveður þá of snemmt að segja til um hvort gefin verði út ákæra í málinu. „Rannsóknin heldur núna bara áfram í ferli. Eins og hún gerði fram að þessu og áfram.  Rannsókn er ekki lokið svo það er of snemmt að segja hver niðurstaðan verður.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert