Á leið á suðurpólinn

Gunnar Egilsson.
Gunnar Egilsson.

Gunnar  Egilsson á Selfossi er aftur á leiðinni á Suðurpólinn en hann fór þangað árið 2005. Fram kemur í blaðinu Dagskránni, að Gunnar fari nú með vini sínum, Ástvaldi Guðmundssyni en þeir munu keyra sitthvorn bílinn, sex hjóla trukka, sem Gunnar og hans starfsmenn hjá Icecool hafa smíðað.

Lagt verður upp í ferðina 28. október og komið heim til Íslands 20. desember. Um er að ræða 11 manna breskan leiðangur sem ætlar að gera tilraunir með lífrænt eldsneyti á pólnum. Hópurinn mun dvelja í 40 daga á ís og ferðast um 3.600 kílómetra.

Dagskráin á Selfossi

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert