Ráðherrar sem hætta fá biðlaun í sex mánuði

Ragna Árnadóttir (l.t.h.) og Gylfi Magnússon hverfa úr ríkisstjórn Jóhönnu …
Ragna Árnadóttir (l.t.h.) og Gylfi Magnússon hverfa úr ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. mbl.is/Golli

Biðlaunaréttur ráðherra sem lætur af störfum er ýmist þrír eða sex mánuðir, eftir því hversu lengi þeir hafa verið í embætti.

Hafi ráðherra verið skemur en eitt ár í starfi fær hann þriggja mánaða biðlaun en hafi hann verið ráðherra í eitt ár eða lengur er biðlaunarétturinn sex mánuðir, samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu.

Biðlaun eru jafnhá ráðherralaunum. Réttur til biðlauna reiknast frá þeim degi sem ráðherrar láta af embætti, að sögn Óðins H. Jónssonar, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert