Öskuryk á höfuðborgarsvæði

Öskumistur hefur nokkrum sinnum verið yfir höfuðborgarsvæðinu í vor og …
Öskumistur hefur nokkrum sinnum verið yfir höfuðborgarsvæðinu í vor og sumar. mbl.is/Kristinn

Aska frá svæðinu í kringum Eyjafjallajökul berst um þessar mundir yfir höfuðborgarsvæðið en hvöss suðaustlæg átt er ríkjandi á Suðurlandi. Gildi svifryks hafa hækkað hratt síðustu klukkustundir og er talið líklegt að það fari yfir heilsuverndarmörk af og til í dag.

Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkur segir líklegt, að svifryksgildin sveiflist til frá einni klukkustund til annarar en ekki sé víst að sólarhringsheilsuverndarmörkin fari yfir 50 míkrógrömm á rúmmetra í dag. Á hádegi í dag var hálftímagildi svifryks í mælistöðinni við Grensásveg 110 míkrógrömm á rúmmetra.

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist náið með loftgæðum borgarinnar og sendir frá sér viðvaranir og leiðbeiningar ef ástæða þykir til.  Heilbrigðiseftirlitinu þykir ástæða til að benda þeim á sem eru með viðkvæm öndunarfæri s.s. lungnasjúkdóma eða astma að vera innandyra og bendir á leiðbeiningar á heimasíðu Umhverfisstofnunar um hvernig bregðast skuli við mengun af völdum öskufoks.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert