Mun sumarið slá öll met?

Sonja Bríet, tveggja ára, nýtur góða veðursins á Akureyri.
Sonja Bríet, tveggja ára, nýtur góða veðursins á Akureyri. mbl.is/Skapti

Íslendingar hafa alla tíð verið mjög áhugasamir um veður. Ekki hefur áhuginn minnkað á tölvuöld, þegar upplýsingar um veður eru orðnar miklu aðgengilegri en á árum áður.

Sumarið hefur verið óvenjuhlýtt. Mánuðirnir júní, júlí og ágúst hafa verið þeir hlýjustu á mörgum stöðum frá því mælingar hófust fyrir meira en eitt hundrað árum.

Hjá Veðurstofunni telst september tilheyra sumrinu og því er mikil spenna í lofti hvort hann verði það hlýr að sumarið teljist það hlýjasta frá upphafi mælinga, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Veðuráhugamenn fylgjast spenntir með eins og um spennandi íþróttakappleik sé að ræða. Á bloggi Sigurðar Þórs Guðjónssonar veðursagnfræðings, nimbus.blog.is, má fylgjast með veðri frá degi til dags.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert