Dýpkun ætti að ganga greitt næstu daga

Perla leggur úr höf n í Reykjavík áleiðis til Landeyjahafnar …
Perla leggur úr höf n í Reykjavík áleiðis til Landeyjahafnar í síðustu viku. mbl.is/Árni Sæberg

Ölduspá lítur vel út við Landeyjahöfn á morgun og næstu daga og standa vonir til að dýpkunarskipið Perla fái því gott færi til að dæla sandi úr innsiglingunni. Verkið hefur gengið heldur hægt síðan það hófst á föstudag en ætti að komast á skrið næstu daga.

Þórhildur Elín Elínardóttir upplýsingafulltrúi Siglingastofnunnar segir að um 2000 rúmmetrar hafi verið fjarlægðir eftir að verkið hófst um helgina en síðan hafi ekki gefið. Liggur Perla nú í Vestmannaeyjahöfn og bíður færis.

„Við vissum að það væri bara lítill gluggi í ölduspánni sem þeir gætu nýtt og þeir gerðu það en eftir það kom aftur of há alda. Á morgun hægist hinsvegar mjög um og verður gott í nokkra daga samkvæmt spánni þannig að við bindum vonir við að þetta muni greiðlega þegar þeir komast í verkið."

Áætlað er að um 4-5 daga muni taka að fjarlægja allt efnið úr innsiglingunni en að sögn Þórhildar gæti tekið styttri tíma þar til nógu mikið hefur verið fjarlægt til að Herjólfur geti siglt í Landeyjahöfn að nýju. „Við erum með ölduspá fram yfir helgi og hún lítur mjög vel út. Auðvitað eru alltaf ákveðnir fyrirvarar en ef hún gengur eftir þá eru mjög heillegir dagar framundan og þá nýtist tíminn betur. Við erum bjartsýn á að verkið geti hafist að nýju á morgun."

Á meðan siglir Herjólfur til Þorlákshafnar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert