Umræður um málshöfðun hefjast kl. 10:30

Alþingi ræðir í dag tillögur um málshöfðun gegn ráðherrum.
Alþingi ræðir í dag tillögur um málshöfðun gegn ráðherrum. Árni Sæberg

Umræður um málshöfðun gegn ráðherrum hefst á Alþingi kl. 10:30. Þingmenn hafa um helgina getað kynnt sér gögn sem þingmannanefnd, undir forystu Atla Gíslasonar, byggði niðurstöður sínar m.a. á.

Umræður um þær tvær þingsályktunartillögur sem liggja fyrir þinginu hófust á föstudaginn. Umræður um sjálfar tillögurnar urðu hins vegar stuttar vegna deilna um aðgang þingmanna að gögnum. Ekkert liggur fyrir um hvenær umræðunum lýkur, en samkvæmt starfsáætlun þingsins átti að gera hlé á fundum Alþingis um miðja síðustu viku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert