Verði afgreitt í þessum mánuði

Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Þórunn Sveinbjarnardóttir. mbl.is

Þórunn Sveinbjarnardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir mjög mikilvægt að Alþingi afgreiði tillögurnar um málshöfðun gegn fyrrv. ráðherrum í þessum mánuði. Samþykkt var á þingfundi í morgun að vísa tillögunum til þingmannanefndarinnar á milli 1. og 2. umræðu en ekki allsherjarnefndar eins og einnig var gerð tillaga um.

Að sögn Þórunnar var ekki tekin sameiginleg ákvörðun um það í þingflokknum hvora tillöguna um meðferð málsins ætti að styðja. Málið var rætt í þingflokknum og skoðanir skiptar að sögn Þórunnar. Niðurstaðan varð sú að allir viðstaddir þingmenn Samfylkingarinnar á þingfundinum í morgun samþykktu tillöguna um að vísa málinu til þingmannanefndarinnar, að Kristjáni L. Möller og Róbert Marshall undanskildum, en þeir sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Þrír þingmenn Samfylkingarinnar voru fjarverandi.

„Það eru ekki margir dagar til stefnu og þá þarf að vinna bæði hratt og vel. Ég tel full efni til þess að þingmannanefndin sendi ákveðin efnisatriði til skoðunar í allsherjarnefnd. Ég tel að það sé vel hægt að gera það og að það sé tími til þess,“ segir Þórunn. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert