Enn flæðir yfir þjóðveginn

Vatn flæddi í kvöld yfir þjóðveginn við Holtsá undir Eyjafjöllum.
Vatn flæddi í kvöld yfir þjóðveginn við Holtsá undir Eyjafjöllum. mbl.is/Árni Bjarnason

Vatn flæðir enn yfir þjóðveginn á tveimur stöðum undir Eyjafjöllum, við Svaðbælisá og við Holtsá. Að sögn yfirverkstjóra Vegagerðarinnar á svæðinu er enn fært en vegurinn liggur undir skemmdum ef ekki verður lát á regni.

„Það lekur yfir á tveimur stöðum og það er enn sama óveðrið og minnkar ekkert. Við keppumst bara við að moka til að halda í horfinu,“ segir Bjarni Jón Finnsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar í Vík í Mýrdal.

„Það eru ekki miklar skemmdir á veginum ennþá en árfarvegurinn er að verða fullur á báðum stöðum,“ segir Bjarni Jón.

Við Holtsá rennur vatn yfir veginn á um 150 metra kafla. Bjarni Jón segir enn fært en ef áfram haldi að rigna muni vatnið skera sig inn í malbikið þar sem það rennur fram af því. Hann segir spáð rigningu eitthvað fram á nótt en heldur betra veðri á morgun.

Gríðarleg úrkoma hefur verið á Suðausturlandi í dag. Þannig hefur úrkoma í Kvískerjum í dag mælst 95,6 millimetrar og á Kirkjubæjarklaustri hefur úrkoman mælst nærri 45 millimetrar. 

mynd/Ólafur Eggertsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert